Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.01 bls. 8
  • Vitnaðu með því að vera góður granni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vitnaðu með því að vera góður granni
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Góðir nágrannar eru mikils virði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Hvað felst í því að elska náungann?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Elskarðu náungann eins og sjálfan þig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 4.01 bls. 8

Vitnaðu með því að vera góður granni

1 Jesús sagði að við ættum að ‚elska náunga okkar eins og sjálfa okkur.‘ (Matt. 22:39) Þú gerir trúbræðrum þínum örugglega gott en gætirðu sýnt nágrönnunum meiri kærleika? (Gal. 6:10) Hvernig geturðu gert það?

2 Segðu að þú sért vottur: Vita nágrannarnir að þú ert vottur? Ef ekki þá gætirðu heimsótt þá í boðunarstarfinu. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Þú gætir líka reynt að vitna óformlega fyrir þeim ef þér finnst það þægilegra. Þú sérð þá kannski vinna í garðinum eða á rölti í götunni. Prófaðu að taka þá tali með brosi á vör. Reyndu að tala um trúna, staðsetningu ríkissalarins og það sem þar fer fram. Bjóddu þeim að koma á samkomu og segðu þeim hverjir í hverfinu mæti. Vertu staðráðinn í að vitna rækilega um fagnaðarerindið fyrir öllum sem þú þekkir. — Post. 10:42; 28:23.

3 Með góðri hegðun: Vingjarnleg hegðun þín segir mikið um þig og getur opnað leið til að vitna. Hún ‚prýðir líka kenningu Guðs.‘ (Tít. 2:7, 10) Sýndu nágrönnunum einlægan áhuga. Vertu vingjarnlegur og skilningsríkur. Virtu rétt þeirra til að njóta friðar og næðis. Vertu hugulsamur og bjóddu fram hjálp þína ef einhver þeirra veikist. Komdu við þegar ný fjölskylda flytur í hverfið og bjóddu hana velkomna. Slík góðverk hafa góð áhrif og eru Jehóva þóknanleg. — Hebr. 13:16.

4 Með góðri umhirðu: Góður granni hirðir húsið sitt svo að það sé sómasamlegt. Hreinn og aðlaðandi garður og hús er góður vitnisburður. En ef heimilið er skítugt og allt er á rúi og stúi spillir það sennilega fyrir boðskapnum um ríkið. Því er mikilvægt að halda heimilinu, garðinum og ökutækjunum hreinum og í góðu ásigkomulagi.

5 Umhyggja fyrir þeim sem standa fyrir utan kristna söfnuðinn sýnir kærleika þinn til náungans. Árangurinn gæti orðið sá að einhverjir þeirra „sjái góðverk yðar og vegsami Guð.“ — 1. Pét. 2:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila