Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.01 bls. 1
  • ‚Orð Guðs er kröftugt‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ‚Orð Guðs er kröftugt‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • „Orð Guðs er ... kröftugt“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Kennum á sannfærandi hátt
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Notaðu Biblíuna sem oftast
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Heldur þú orði Guðs á lofti?
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 5.01 bls. 1

‚Orð Guðs er kröftugt‘

1 „Orð Guðs er lifandi og kröftugt,“ skrifaði Páll postuli. (Hebr. 4:12) Hvað átti hann við? Orð Guðs eða boðskapur Biblíunnar getur haft sterk áhrif á fólk. Viska Biblíunnar hefur kraft til að breyta lífi fólks til betri vegar. Sú huggun og von, sem hún veitir, laðar fólk að lífgjafanum, Jehóva Guði. Boðskapur hennar getur komið hjartahreinum mönnum inn á veginn sem leiðir til eilífs lífs. En við verðum að nota Biblíuna þegar við vitnum fyrir öðrum til þess að sjá þessi áhrif.

2 Lestu ritningargrein við hvert tækifæri: Svo virðist sem margir boðberar noti Biblíuna sjaldan í kynningarorðunum. Á það við um þig? Þú hefur kannski vanið þig á að bjóða bara blöðin eða endursegja ritningarstað því að fáir virðast hafa mikinn tíma til að tala við okkur. Við hvetjum alla boðbera til að reyna að lesa að minnsta kosti eitt biblíuvers þegar þeir eru að kynna fagnaðarerindið, svo að fólk sjái að boðskapur okkar er byggður á orði Guðs.

3 Þótt fáir lesi Biblíuna að staðaldri þá nýtur hún samt almennrar virðingar. Upptekið fólk gefur sér jafnvel smátíma til að hlusta á það sem lesið er beint úr orði Guðs. Þegar viðeigandi ritningarstaður er lesin hlýlega og stuttlega útskýrður getur kraftur orðsins haft góð áhrif á hlustandann. En hvernig geturðu fléttað ritningarstað inn í kynninguna?

4 Prófaðu þetta í blaðastarfinu: Einn farandhirðir notar Ritninguna vel þegar hann er í blaðastarfinu. Hann er með litla biblíu í vasanum. Þegar hann er búinn að kynna blöðin og tala stuttlega um eina grein opnar hann Biblíuna án þess að hika og les vers sem tengist greininni. Þetta er hægt að gera með því að spyrja einfaldlega: „Hvað finnst þér um þetta hvetjandi loforð?“ og lesa síðan ákveðinn ritningarstað.

5 Settu þér það markmið að lesa að minnsta kosti eitt vers í Biblíunni fyrir hvern áheyranda. Kraftur hennar getur laðað fleiri að Guði. — Jóh. 6:44.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila