Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.01 bls. 1
  • Hikaðu ekki við að prédika!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hikaðu ekki við að prédika!
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Flytjið gleðitíðindi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Hvernig verða má árangursríkur þjónn orðsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Að sigrast á erfiðleikum í boðunarstarfinu hús úr húsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Þykir Jehóva í raun vænt um þig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 7.01 bls. 1

Hikaðu ekki við að prédika!

1 Stærsta hindrunin í boðunarstarfinu gæti verið þröskuldurinn heima hjá okkur. Vegna vanmetakenndar hikum við kannski við að fara og tala um sannleikann við ‚alla menn.‘ (1. Tím. 2:4) En við ættum ekki að hika við að boða fagnaðarerindið. Af hverju ekki?

2 Boðskapurinn er frá Jehóva: Jehóva kemur boðum sínum á framfæri í Biblíunni. Þegar við færum öðrum þessi boð erum við að flytja boð frá honum en ekki sjálfum okkur. (Rómv. 10:13-15) Þegar fólk hafnar fagnaðarerindinu um ríki Guðs er það í rauninni að hafna Jehóva. En við missum samt ekki kjarkinn. Við erum viss um að boðskapurinn nái til hjarta þeirra sem þrá breytt heimsástand og eru sér meðvita um andlega þörf sína. — Esek. 9:4; Matt. 5:3, 6, NW.

3 Jehóva dregur fólk til sín: Þó að einhver hafi ekki viljað hlusta á okkur áður gæti hann verið móttækilegur núna vegna þess að aðstæður hans hafa breyst og hjarta hans mýkst. Jehóva gæti því sýnt honum náð og ‚dregið hann‘ til sín. (Jóh. 6:44, 65) Þegar þetta gerist viljum við vera reiðubúin að láta Jehóva nota okkur og englana til að leiða okkur til slíkra manna. — Opinb. 14:6.

4 Guð gefur okkur anda sinn: Heilagur andi gerir okkur kleift að tala „djarflega í trausti til [Jehóva].“ (Post. 14:1-3) Ef við munum eftir þessum mikla stuðningi sem við höfum í boðunarstarfinu hikum við ekki við að tala um sannleikann við nágranna, vinnufélaga, skólafélaga, ættingja og vel menntað eða efnað fólk.

5 Jesús kenndi okkur: Jesús vakti fólk til umhugsunar með spurningum, raunsæjum líkingum og biblíulegum rökfærslum og útskýrði sannleikann á einfaldan og aðlaðandi hátt. Þetta eru enn þá bestu aðferðirnar. (1. Kor. 4:17) Hinn kröftugi boðskapur um ríkið er sá sami þó að við prédikum við mismunandi aðstæður.

6 Það eru sérréttindi að láta Jehóva nota sig til að veita fólki einstaka og nauðsynlega hjálp. Við skulum ekki hika við að prédika! Verum hugrökk og leyfum Jehóva að ‚opna okkur dyr fyrir orðið‘ svo að við getum talað um fagnaðarerindið við aðra. — Kól. 4:2-4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila