Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.01 bls. 1
  • Búðu þig undir að læra um spádóm Jesaja

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Búðu þig undir að læra um spádóm Jesaja
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Sveitastarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Fortíðarspámaður með nútímaboðskap
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
  • Vonið á Jehóva
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
  • Spámaður Guðs færir mannkyni ljós
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 7.01 bls. 1

Búðu þig undir að læra um spádóm Jesaja

1 „Trúir tilbiðjendur [Jehóva] mega treysta því að hann láti heim Satans ekki standa stundinni lengur en réttlætið útheimtir.“ Þetta er hvetjandi loforð. Hvaðan er það tekið? Úr bókinni Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. Gefur spádómur Jesaja okkur tilefni til að draga svona hughreystandi ályktun? Já! Í þessari biblíubók hljómar hjálpræðisboðskapurinn hátt og skýrt. (Jes. 25:9) Það verður því mjög uppörvandi að nema þennan hluta af orði Guðs í safnaðarbóknáminu. Af hverju ættum við að vera staðráðin í að mæta í hverri viku?

2 Í Jesaja 30:20 er sagt að Jehóva sé sá ‚sem kenni okkur.‘ Allir kristnir menn ættu að hlýða vandlega á þegar Jehóva talar til okkar í orði sínu og biblíutengdum ritum frá hinum ‚trúa og hyggna þjóni.‘ (Matt. 24:45; Jes. 48:17, 18) Bókin Spádómur Jesaja 1 er engin undantekning. Hvernig geturðu haft sem mest gagn af því að nema hana?

3 Búðu þig undir að taka þátt í náminu: Taktu frá nægan tíma í hverri viku til að undirbúa þig fyrir bóknámið. Lestu allar greinarnar sem farið verður yfir. Hugleiddu allar spurningarnar og strikaðu undir svörin í bókinni. Útskrifuð vers úr Jesaja eru feitletruð. Lestu þau vandlega. Flettu líka upp öðrum ritningarstöðum, sem vitnað er í, til að sjá hvernig þeir tengjast efninu. Hugleiddu það sem þú ert að læra og notaðu það til að taka þátt í bóknáminu.

4 Bróðirinn, sem stjórnar bóknáminu, ætti að hjálpa öllum viðstöddum að nota Biblíuna vel og meta hagnýtt gildi efnisins sem verið er að fara yfir. Ef þú ert fyrstur til að svara ættirðu að gefa einfalt og hnitmiðað svar. En ef einhver er þegar búinn að því geturðu skýrt efnið nánar. Þú gætir kannski bent á lykilritningarstað og sýnt fram á hvernig hann styður efnið. Reyndu að svara með eigin orðum og njóttu þess að taka þátt í umræðunum.

5 Við skulum rannsaka saman hinn mikilvæga boðskap Jesajabókar. Hann mun hvetja okkur til að hlakka dag hvern til hjálpræðis Jehóva. — Jes. 30:18.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila