Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.01 bls. 8
  • Langar þig til að gera meira?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Langar þig til að gera meira?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Auktu fjársjóð þinn – þjónustu Guðsríkis
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Leiðir til að færa út kvíarnar í þjónustu þinni
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Verðugt markmið fyrir næsta þjónustuár
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 8.01 bls. 8

Langar þig til að gera meira?

1 Jesús líkti Guðsríki við ómetanlegan fjársjóð. (Matt. 13:44-46) Að boða fagnaðarerindið um Guðsríki er líka verðmætur fjársjóður. Þetta starf á að hafa forgang í lífi okkar jafnvel þó að heilshugar þátttaka í því krefjist ákveðinnar fórnfýsi. (Matt. 6:19-21) Langar þig til að gera meira í þjónustunni við Guðsríki?

2 Hugleiddu þessi grundvallaratriði: Ef við ætlum að auka þátt okkar í boðunarstarfinu er nauðsynlegt að: (1) vera staðráðinn í að láta hagsmuni Guðsríkis ganga fyrir í lífinu (Matt. 6:33); (2) sýna trú og traust til Jehóva (2. Kor. 4:1, 7); (3) leita hjálpar Guðs með einlægum og staðföstum bænum (Lúk. 11:8-10); (4) breyta í samræmi við bænir okkar. — Jak. 2:14, 17.

3 Leiðir til að færa út kvíarnar í þjónustunni: Við getum öll haft það meginmarkmið að taka reglulega þátt í starfinu í hverjum mánuði. En hefurðu líka reynt að grípa hvert tækifæti sem gefst til að vitna óformlega, lagt þig fram um að gera kynningar þínar innihaldsríkari, endurheimsóknirnar áhrifaríkari og leitast við að stjórna framsæknu heimabiblíunámi? Gætirðu gerst aðstoðarbrautryðjandi eða reglulegur brautryðjandi eða þjónað þar sem þörfin er meiri? Ef þú er skírður bróðir, gætirðu þá reynt að verða hæfur til að verða safnaðarþjónn eða öldungur? (1. Tím. 3:1, 10) Gætirðu aukið við þjónustu þína með því að sækja um Betelstarf, inngöngu í Þjónustuþjálfunarskólann eða trúboðsþjálfun í Gíleaðskólanum? — Lúk. 10:2.

4 Bróðir, sem var í fullri vinnu og eyddi miklum tíma í íþróttir, var hvattur til að gerast reglulegur brautryðjandi. Hann hóf aðstoðarbrautryðjandastarf og hagræddi svo málum sínum þannig að hann gæti þjónað í fullu starfi. Seinna fór hann í Þjónustuþjálfunarskólann sem bjó hann að nokkru leyti undir núverandi verkefni hans sem farandhirðir. Hann er feginn að hafa farið eftir hvatningunni sem hann fékk og er sannfærður um að ákvörðun sín um að gera meira í þjónustu Guðsríkis hefur gert hann miklu ánægðari.

5 Jehóva blessar þá sem bjóða sig fram. (Jes. 6:8) Láttu ekkert koma í veg fyrir að þú færir út kvíarnar í þjónustunni og njótir þar af leiðandi enn meiri lífsfyllingar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila