Hversu vel næristu andlega?
1 Sagt er að ‚maður sé það sem maður borðar.‘ Matarvenjur hafa vissulega áhrif á líkamlegan styrk og heilsu. Andlegar matarvenjur hafa líka áhrif á okkur, annaðhvort til góðs eða ills, því að Jesús sagði: „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.“ (Matt. 4:4) Hversu vel næristu andlega? Ertu matvandur? Borðarðu á hlaupum? Eða gefurðu þér góðan tíma til að borða fjölbreytta og næringarríka andlega fæðu á reglulegum grundvelli?
2 Skoðaðu mataræði þitt: Jehóva gefur okkur „mat á réttum tíma“ og útbýr „veislu með krásum“ fyrir milligöngu ‚hins trúa og hyggna þjóns.‘ (Matt. 24:45; Jes. 25:6) En til að njóta góðs af þeim matföngum, sem Jehóva lætur í té í kærleika sínum, verðum við að leggja okkur fram um að hafa góðar andlegar matarvenjur.
3 Þú gætir spurt sjálfan þig: ‚Les ég dagstextann fyrir hvern dag? Les ég daglega í Biblíunni og hugleiði hana? Undirbý ég mig fyrir samkomurnar með því að nema efnið fyrirfram? Er ég búinn að lesa nýjustu ritin okkar, þar á meðal bæði bindi bókarinnar Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni?
4 Jesús lofaði: „Sælir eru þeir sem eru sér meðvita um andlega þörf sína . . . Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.“ (Matt. 5:3, 6 NW) Nærðu þig því vel andlega með því að fylla hugann og hjartað af þekkingu á Guði.