Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. nóv.
„Hvað heldurðu að þurfi til að bæta heiminn og tryggja öllum eðlileg lífsgæði og hamingju? [Gefðu kost á svari.] Menn hafa reynt alls konar stjórnarfar í von um að bæta ástandið. En mig langar til að sýna þér hvaða afstöðu Guð hefur til málsins. [Lestu Jeremía 10:23.] Í þessari grein er bent á það hver sé lykillinn að hamingju mannkyns og greint frá því sem gerast mun í náinni framtíð.“
Vaknið! okt.-des.
Margir eiturlyfjafíklar vilja hætta neyslunni en geta það ekki. Blaðið bendir á dæmi þar sem mönnum hefur tekist að hætta neyslu með því að kynna sér Biblíuna og byggja upp samband við skaparann. Biblían hefur gefið þeim von um betri framtíð þar sem maðurinn verður fullkominn og jörðin paradís, og það hefur gefið lífi þeirra nýtt gildi.
Kynning fyrir boðunarstarfið
Flestir gera sér grein fyrir því að það væri æskilegt að hafa eina, réttláta stjórn yfir allri jörðinni. Biblían segir að það gerist í náinni framtíð. [Lestu Daníel 2:44 og skýrðu versið stuttlega. Síðan gætirðu spurt:] Veistu hvaða ríki er um að ræða hér? [Gefðu kost á svari og lestu svo Matteus 6:9, 10] Hér er með öðrum orðum átt við Guðsríki sem okkur er kennt að biðja um í Faðirvorinu. Hvaða þýðingu heldurðu að þessi nýja stjórn hafi fyrir jarðarbúa? [Gefðu kost á svari og lestu svo Opinberunarbókina 21:3, 4. Skýrðu versin stuttlega og bjóddu síðan rit sem tengjast efninu.]