Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.02 bls. 1
  • Trúin knýr okkur til góðra verka

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Trúin knýr okkur til góðra verka
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Trúum á loforð Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Biðjum Guð að styrkja trú okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Hve sterk er trú þín?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Iðkið trú byggða á sannleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 5.02 bls. 1

Trúin knýr okkur til góðra verka

1 Trúin fékk Nóa, Móse og Rahab til að hefjast handa. Nói smíðaði örk. Móse yfirgaf skammvinn lífsgæði við hirð faraós. Rahab faldi njósnarmennina og fór síðan eftir fyrirmælum þeirra og bjargaði þar með heimilisfólki sínu. (Hebr. 11:7, 24-26, 31) Hvaða góð verk knýr trúin okkur til að gera nú á tímum?

2 Boðunarstarfið: Trúin fær okkur til að segja frá hinum dásamlega Guði og ráðstöfunum hans til að veita eilífa hamingju. (2. Kor. 4:13) Verið getur að við séum stundum hikandi við að bera vitni. En þegar við ‚höfum Jehóva ætíð fyrir augum‘ fáum við styrk og kvíðinn líður hjá. (Sálm. 16:8) Þá knýr trúin okkur til að kynna fagnaðarerindið fyrir ættingjum, nágrönnum, vinnufélögum, skólasystkinum og öðrum við hvert tækifæri sem býðst. — Rómv. 1:14-16.

3 Samkomur: Annað gott verk, sem sprettur af trú, er regluleg samkomusókn. Hvernig þá? Hún sýnir að við erum sannfærð um að Jesús er með okkur fyrir atbeina heilags anda Guðs þegar við söfnumst saman á kristnum samkomum. (Matt. 18:20) Hún sýnir að okkur langar til að ‚heyra hvað andinn segir söfnuðunum.‘ (Opinb. 3:6) Við gefum gaum að fræðslunni sem við fáum af því að augu trúarinnar skynja að sá sem er að kenna okkur er hinn mikli fræðari, Jehóva. — Jes. 30:20.

4 Val okkar: Sterk sannfæring um þá hluti, sem ekki er auðið að sjá, knýr okkur til að láta andleg mál hafa forgang í lífinu. (Hebr. 11:1) Það þýðir oft að við verðum að fórna efnislegum hlutum. Til dæmis afþakkaði öldungur stöðuhækkun í veraldlegu starfi þar sem það hefði þýtt að hann gæti ekki mætt á allar samkomur, yrði í burtu frá fjölskyldunni og yrði að hætta brautryðjandastarfinu. Við skulum einnig setja fullt traust okkar á loforð Biblíunnar um að Jehóva sjái um þá sem ‚leita fyrst ríkis hans og réttlætis.‘ — Matt. 6:33.

5 Það fer ekki fram hjá öðrum hve sterk áhrif trúin hefur á líf okkar. Trú okkar er raunar þekkt um allan heim. (Rómv. 1:8) Við skulum því öll sýna með góðum verkum að trú okkar er lifandi. — Jak. 2:26.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila