Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.02 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Við þörfnumst safnaðarins
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Söfnuðurinn byggist upp
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Ertu að flytja
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Hvernig er bóknámshópurinn okkur til gagns?
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 11.02 bls. 7

Spurningakassinn

◼ Hvaða kosti hefur það að tilheyra söfnuðinum sem hefur umsjón með starfssvæðinu þar sem við búum?

Í söfnuðinum fáum við uppörvun og erum hvött „til kærleika og góðra verka.“ (Hebr. 10:24, 25) Þar lærum við sannleikann og verðum hæf til að sinna því verkefni að gera aðra að lærisveinum. (Matt. 28:19, 20) Við fáum líka styrk til að standast prófraunir og höfum kærleiksríka umsjónarmenn til að hjálpa okkur að takast á við aukið álag og áhyggjur. Augljóst er að andleg velferð okkar er mjög háð söfnuðinum. En hefur það einhverja kosti að tilheyra söfnuðinum sem hefur umsjón með starfssvæðinu þar sem við búum?

Aðstæður fólks eru misjafnar. Atvinna, vantrúaður maki, samgöngur og annað getur haft áhrif á það hvaða söfnuði það velur að tilheyra. En það hefur marga ótvíræða kosti að tilheyra söfnuðinum sem hefur umsjón með starfssvæðinu sem við búum á — þar á meðal andlega kosti. Öldungarnir væru líklega fljótari en ella að ná sambandi við alla boðberana í neyðartilvikum. Í spurningakassanum hefur áður verið greint frá öðrum kostum sem það hefur í för með sér. — Maí 1991 (á íslensku), mars 1976 og janúar 1967 (á ensku).

Það er oftast auðveldara að sækja samkomur sem eru nálægt okkur því að þá getum við mætt nógu snemma til að tala við aðra, sinna því sem við þurfum og taka þátt í upphafssöngnum og bæninni. Ef við búum á sama svæði og þeir sem nýlega hafa fengið áhuga á sannleikanum eigum við yfirleitt auðveldara með að ná sambandi við þá, aðstoða þá við biblíunám og vísa þeim á þann samkomustað sem hentar best.

Við erum þess fullviss að þeir sem veita fjölskyldu forstöðu geri þetta að bænarefni sínu og vegi og meti hvað sé best fyrir andlega og líkamlega velferð fjölskyldunnar. — 1. Tím. 5:8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila