Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.03 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Frásögur Ricardos og Andresar
    Vaknið! – 2019
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 4.03 bls. 7

Spurningakassinn

◼ Hvað ættum við að varast þegar við vitnum fyrir föngum?

Það eru að minnsta kosti átta milljónir fanga víðs vegar í heiminum og sumir þeirra hafa áhuga á fagnaðarerindinu. (1. Tím. 2:4) Deildarskrifstofa ein fær í hverjum mánuði um 1400 bréf frá föngum og fjölskyldum þeirra sem biðja um að rit verði send eða þeir heimsóttir. Margir fangar sýna einlægan áhuga. Reynslan hefur hins vegar sýnt að sumir látast hafa áhuga í því augnamiði að notfæra sér fólk Guðs í eigingjörnum tilgangi. Allir ættu þess vegna að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum um boðunarstarf í fangelsum.

Í mörgum tilfellum fá fangar vitnisburð með bréfaskrifum. Systrum er eindregið ráðið frá að skrifa til karla í fangelsum, þó svo að meiningin sé að fræða þá um trúna. Það ætti eingöngu að fela hæfum bræðrum. Hægt er að fela hæfum systrum að skrifast á við kvenfanga sem hafa einlægan áhuga á sannleika Biblíunnar. Það ætti hvorki að senda peninga né gjafir til fanga þrátt fyrir að þess sé óskað.

Þegar fangi sýnir áhuga ætti að senda nafn hans og heimilisfang til safnaðarins á svæðinu þar sem fangelsið er. Yfirleitt vita hæfir bræður í þeim söfnuði hvernig eigi að ráða fram úr hinum ýmsu aðstæðum sem upp geta komið. Upplýsingarnar ætti að senda til deildarskrifstofunnar ef ekki er vitað hvaða söfnuður er á svæðinu.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að ákveðnir bræður haldi samkomur í fangelsum þannig að nokkrir fangar geti numið í einu. Hins vegar ætti ekki að halda sérviðburði í fangelsum þar sem boðberar blanda frjálslega geði við fanga. Það er ekki heldur mælt með að boðberar heimsæki fangelsi í tíma og ótíma og hafi náið samband við fanga.

Verum ,kæn sem höggormar og falslaus sem dúfur‘ þegar við segjum föngum frá fagnaðarerindinu. — Matt. 10:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila