Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.03 bls. 1
  • Boðunarstarfið — aðalstarf okkar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Boðunarstarfið — aðalstarf okkar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Líkjum eftir Kristi í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Hvernig geturðu fullnað þjónustu þína?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Hvað lætur þú ganga fyrir?
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • „Leitið fyrst ríkis hans“
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 6.03 bls. 1

Boðunarstarfið — aðalstarf okkar

1 Við höfum öll mismunandi skyldum að gegna. Ein þeirra er að sjá fjölskyldunni farborða. (1. Tím. 5:8) En við ættum ekki að vera svo upptekin af því að það skyggi á starf okkar að boða fagnaðarerindið og gera fólk að lærisveinum. — Matt. 24:14; 28:19, 20.

2 Jesús setti okkur gott fordæmi til eftirbreytni í að ‚leita fyrst ríkis Guðs.‘ (Matt. 6:33; 1. Pét. 2:21) Hann var upptekinn af því að gera vilja föður síns þrátt fyrir að hafa lítið handa milli. (Lúk. 4:43; 9:58; Jóh. 4:34) Hann lagði sig allan fram við að vitna við hvert tækifæri sem gafst. (Lúk. 23:43; 1. Tím. 6:13) Hann hvatti lærisveina sína til að sýna sama brennandi áhuga og hann á uppskerustarfinu. — Matt. 9:37, 38.

3 Að líkja eftir Jesú nú á dögum: Við getum líkt eftir fordæmi Jesú með því að leitast við að lifa einföldu lífi og láta boðunarstarfið vera í brennidepli. Ef við höfum allar lífsnauðsynjar ættum við fara eftir ráðleggingum Biblíunnar um að sækjast ekki sífellt eftir heimsins gæðum. (Matt. 6:19, 20; 1. Tím. 6:8) Það er miklu betra að reyna að auka þátttöku okkar í boðunarstarfinu. Ef við eigum í erfiðleikum skulum við, líkt og Jesús, leggja okkur fram um að láta ekki áhyggjur lífsins skyggja á aðalstarf okkar sem er að boða fagnaðarerindið um ríkið. — Lúk. 8:14; 9:59-62.

4 Þeir sem hafa mörgum skyldum að gegna hafa meira að segja látið boðunarstarfið ganga fyrir öðru. „Ég lít á boðunarstarfið sem ævistarf,“ segir bróðir sem á stóra fjölskyldu, gegnir ábyrgðarstarfi og þjónar líka sem safnaðaröldungur. Og brautryðjandasystir segir: „Brautryðjandastarfið er mun dýrmætara en veraldlegur starfsframi.“

5 Við skulum fylgja fordæmi Jesú, hverjar svo sem aðstæður okkar eru. Hvernig þá? Með því að líta á boðunarstarfið sem aðalstarf okkar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila