Landsmótið vekur hjá okkur löngun til að gefa Guði dýrðina!
Landsmótið „Gefið Guði dýrðina“ hefur gefið með eindæmum góðan vitnisburð. Þessi guðræðislega ráðstöfun hefur miklað nafn Jehóva og gert okkur færari í að ‚tjá Drottni dýrð þá er nafni hans hæfir‘. (Sálm. 96:8) Hann verðskuldar svo sannarlega að fá dýrðina af sköpunarverkinu sem endurspeglar góða eiginleika hans. — Job. 37:14; Opinb. 4:11.
Notaðu eftirfarandi spurningar og minnispunkta þína til að undirbúa þig svo að þú getir tekið þátt í upprifjun á dagskrá mótsins sem verður í vikunni sem hefst 20. október.
1. Hvernig segir hið lífvana sköpunarverk frá dýrð Guðs og á hvaða hátt er það frábrugðið því hvernig mennirnir lofa hann? (Sálm. 19:2-4; „Sköpunarverkið vitnar um dýrð Guðs.“)
2. Af hverju var ummyndunin forsmekkur og hvernig hvetur það kristna menn nú á tímum? (Aðalræðan, „Dýrlegar spádómssýnir sem hvetja okkur“.)
3. Hvernig getum við sýnt sams konar auðmýkt og Daníel spámaður og hvernig er það okkur til góðs? (Dan. 9:2, 5; 10:11, 12; „Dýrð Jehóva opinberuð auðmjúkum.“)
4. (a) Hvað þrennt getum við lært um dóm Guðs af spádómi Amosar? (Am. 1:3, 11, 13; 9:2-4, 8, 14) (b) Hvaða hagnýta lærdóm geta vottar Jehóva nú á tímum dregið af dæmum til varnaðar sem er að finna í Amosi 2:12? („Spádómur Amosar á erindi til okkar.“)
5. (a) Hvaða hættur fylgja því að neyta áfengis í óhófi þótt maður verði ekki drukkinn? (b) Hvernig geta þeir sem hafa neytt áfengis í óhófi bætt úr því? (Mark. 9:43; Ef. 5:18; „Láttu ekki áfengi verða þér að snöru.“)
6. Hvaða gagn hefurðu af nýja ritinu „Sjáðu landið góða“? („‚Landið góða‘ — forsmekkur af paradís.“)
7. Á hvaða þrjá vegu getum við endurspeglað dýrð Jehóva? (2. Kor. 3:18; „Endurspeglum dýrð Jehóva.“)
8. Af hverju er óréttmætt hatur aðallega sprottið og hvað getur hjálpað okkur að vera ráðvönd þótt við verðum fyrir slíku hatri? (Sálm. 109:1-3; „Hataðir að ástæðulausu.“)
9. Hvernig lítur Jesús á upphefð og hvernig getum við kannað hvort við þurfum að tileinka okkur sjónarmið hans betur? (Matt. 20:20-26; „Sjáðu upphefð í sama ljósi og Kristur.“)
10. Hvað getur hjálpað okkur að vera andlega vakandi þrátt fyrir líkamlega þreytu? („Þreytt en ekki örþreytt.“)
11. Hvað gerir Satan til að koma lygum og röngum hugmyndum á framfæri og hvernig eigum við, samkvæmt Biblíunni, að bregðast við tilraunum til að grafa undan trú okkar? (Jóh. 10:5; „Gættu þín á ‚raust ókunnugra‘.“)
12. (a) Hvernig geta foreldrar fylgt fordæmi Jesú í Markúsi 10:14, 16? (b) Hvernig finnst þér nýja bókin Lærum af kennaranum mikla? („Börnin eru dýrmæt gjöf.“)
13. Hvernig lofar ungt fólk Jehóva? (1. Tím. 4:12; „Ungt fólk sem lofar Jehóva.“)
14. Hvaða atriði í leikritinu „Vitnað af djörfung þrátt fyrir andstöðu“ eru þér sérstaklega minnisstæð?
15. Hvernig getum við líkt eftir fordæmi (a) Péturs og Jóhannesar? (Post. 4:10) (b) Stefáns? (Post. 7:2, 52, 53) (c) frumkristna safnaðarins? (Post. 9:31; leikritið og ræðan „‚Látum ekki af‘ að boða fagnaðarerindið.“)
16. (a) Hvernig ætlum við að gefa Guði dýrðina? (b) Hverju getum við treyst ef við förum eftir því sem við lærðum á mótinu „Gefið Guði dýrðina“? (Jóh. 15:9, 10, 16; „‚Berið mikinn ávöxt‘ Jehóva til dýrðar.“)
Ef við íhugum þær góðu andlegu leiðbeiningar sem við fengum á mótinu langar okkur til að fara eftir þeim. (Fil. 4:8, 9) Það gerir okkur síðan enn ákveðnari í því að ‚gera allt Guði til dýrðar‘. — 1. Kor. 10:31.