Farðu fljótlega til þeirra
Fara fljótlega til hverra? Þeirra sem biðja um rit, vilja fá blöðin reglulega eða vilja að vottur heimsæki þá. Hvaðan koma þessar fyrirspurnir? Frá fólki sem hefur samband við deildarskrifstofuna með síma eða pósti eða heimsækja opinbert vefsetur okkar. Þegar slíkur áhugi er sýndur lætur deildarskrifstofan söfnuðinn á staðnum vita. Öldungarnir ættu þá án tafar að fá kostgæfinn boðbera til að fylgja áhuganum eftir. Ef erfitt er að hitta húsráðandann heima gæti boðberinn reynt að hringja eða skilja eftir miða sem lítið ber á. Ef þú ert beðinn um að fara í heimsókn sem þessa skaltu leggja þig fram um að ná fljótlega sambandi við hinn áhugasama.