Hvað geturðu sagt um blöðin
Varðturninn 1. janúar
„Margir þrá að sjá frið á jörð. Heldurðu að við eigum einhvern tíma eftir að sjá þessi orð rætast? [Lestu Sálm 46:10. Gefðu kost á svari.] Hér í blaðinu kemur fram hvernig þessu verður komið til leiðar og hvers vegna við getum treyst loforði Guðs um friðsælan heim.“
Vaknið! janúar-mars
„Sumir hafa áhyggjur af því að búið sé að vinna varanlegt tjón á umhverfinu. Heldur þú að öll von sé úti? [Gefðu kost á svari.] Það var ekki ætlun skaparans að jörðin yrði óbyggilegur ruslahaugur. [Lestu Jesaja 45:18.] Í þessu blaði er útskýrt hvernig jörðinni verður bjargað.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Við höfum verið að tala við fólk um það hvers vegna það eru svona mörg trúarbrögð í heiminum, þó er Biblían aðeins ein. Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir trúarbragðaóreiðunni? [Gefðu kost á svari. Flettu upp á 13. kafla í Kröfubæklingnum og lestu upphafsspurningarnar.] Þú færð fullnægjandi svör við þessum spurningum með því að lesa þennan kafla.“