Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.04 bls. 3-5
  • Haltu áfram að segja frá dásemdarverkum Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Haltu áfram að segja frá dásemdarverkum Jehóva
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Segjum öðrum frá fagnaðarerindinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • ‚Flytjum Guðs orð óskorað‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Víðfrægjum dáðir Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 2.04 bls. 3-5

Haltu áfram að segja frá dásemdarverkum Jehóva

1. Nefndu sum þeirra dásemdarverka sem þú kannt sérstaklega vel að meta.

1 Ekkert kemst í samjöfnuð við Jehóva Guð. Davíð orti: „Mörg hefir þú, Drottinn, Guð minn, gjört dásemdarverk þín og áform þín oss til handa, ekkert kemst í samjöfnuð við þig.“ (Sálm. 40:6) Meðal dásemdarverka Jehóva eru sköpun alheimsins, Messíasarríkið, góðverk hans fyrir fólk sitt og boðunarstarfið sem unnið er um allan heim. (Sálm. 17:7, 8; 139:14; Dan. 2:44; Matt. 24:14) Kærleikur til Jehóva og þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert vekur með okkur löngun til að segja öðrum frá honum. (Sálm. 145:5-7) Við fáum tækifæri til að gera það í enn ríkari mæli í mars, apríl og maí.

2. Hvernig njótum við góðs af aðstoðarbrautryðjandastarfinu?

2 Aðstoðarbrautryðjandastarfið: Geturðu tekið 50 klukkustundir frá fyrir boðunarstarfið í einum eða fleirum þessara mánaða? Það verður án efa þess virði að gera þær breytingar á stundaskrá þinni sem til þarf. (Ef. 5:16) Margir hafa komist að raun um að aðstoðarbrautryðjandastarfið gerir þá færari í boðunarstarfinu. Þeir verða afslappaðri við dyrnar og nota Biblíuna oftar. Þegar þeir nota meiri tíma í boðunarstarfinu verður auðveldara að fylgja áhuganum eftir og sumir hafa náð að stofna sitt fyrsta biblíunámskeið á meðan þeir voru aðstoðarbrautryðjendur. Í aðstoðarbrautryðjandastarfinu gefur maður af sjálfum sér og það veitir gleði. — Post. 20:35.

3. Hvernig hafa sumir getað orðið aðstoðarbrautryðjendur þrátt fyrir erfiðar aðstæður?

3 Vertu ekki of fljótur að ákveða að þú getir ekki verið aðstoðarbrautryðjandi vegna aðstæðna þinna. Öldungur, sem gerðist aðstoðarbrautryðjandi í fyrra, á tvö börn og vinnur fulla vinnu. Hvernig fór þessi önnum kafni bróðir að? Þar sem hann vinnur á virkum dögum skipulagði hann langa starfsdaga um helgar og byrjaði í götustarfinu klukkan sjö á laugardagsmorgnum. Þó nokkrir í söfnuðinum, sem höfðu svipaðar aðstæður, gerðust einnig aðstoðarbrautryðjendur og studdu og hvöttu hver annan. Í öðrum söfnuði ákvað 99 ára systir að slá til þegar dóttir hennar bauð henni að verða aðstoðarbrautryðjandi með sér í maí. Trúsystkini þessarar fullorðnu systur hjálpuðu henni að fara hús úr húsi og til biblíunemenda með því að aka henni í hjólastólnum. Hún tók einnig þátt í að vitna í gegnum síma, með bréfaskriftum og í götustarfinu. Hún er sannfærð um að henni hafi ekki tekist þetta í eigin krafti heldur með hjálp Jehóva. — Jes. 40:29-31.

4. Hvað þurfum við að hugsa út í þegar við skipuleggjum aðstoðarbrautryðjandastarfið?

4 Prófaðu að skrifa niður tímaáætlun fyrir boðunarstarfið sem fellur vel að aðstæðum þínum. Tímaáætlanirnar, sem fylgja þessari grein, gætu komið að gagni. Ertu í skóla eða fullri vinnu? Þá gæti hentað þér að starfa mest um helgar. Ef heilsuleysi hrjáir þig og þú hefur ekki kraft til að starfa lengi í senn gæti þér þótt best að starfa aðeins stutta stund á hverjum degi. Segðu öðrum að þig langi til að gerast aðstoðarbrautryðjandi. Hugsanlega gera þeir það einnig að markmiði sínu.

5. Hvaða markmið geta unglingar sett sér í mars, apríl og maí?

5 Unglingar geta tekið þátt: Það gleður Jehóva þegar unglingar segja frá dásemdarverkum hans. (Sálm. 71:17; Matt. 21:16) Ef þú ert skírður unglingur gætirðu orðið aðstoðarbrautryðjandi í þeim mánuði sem þú færð skólafrí. Sjáir þú ekki fram á að ná því gætirðu sett þér það markmið að verða færari í starfinu eða taka meiri þátt í því þessa mánuði. Ef þú ferð í starfið með foreldrum þínum en ert ekki orðinn óskírður boðberi væri núna góður tími til að stefna að því. Þér ætti ekki að finnast að þú þurfir að vera alger snillingur í að svara biblíuspurningum eða hafa jafnmikla þekkingu og fullorðnir boðberar. Skilur þú undirstöðuatriði Biblíunnar? Heldurðu þér fast við siðferðisreglur hennar? Viltu vera þekktur sem einn af vottum Jehóva? Þá skaltu tala við foreldra þína um það. Þeir geta beðið öldungana að hitta ykkur til að kanna hvort þú uppfyllir kröfurnar. — Sjá Organized To Accomplish Our Ministry, bls. 98-9.

6. Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum að verða boðberar fagnaðarerindisins?

6 Hjálpaðu öðrum að prédika: Duglegir biblíunemendur gætu reynst hæfir til að gerast boðberar þegar þetta sérstaka starfsátak verður gert. Ef biblíunemandi þinn tekur góðum framförum skaltu leita til bóknámsumsjónarmannsins eða starfshirðisins. Annar hvor þeirra getur farið með þér til hans og metið framfarirnar. Sé biblíunemandi þinn hæfur og langi hann til að verða boðberi getur öldungur í forsæti séð til þess að tveir öldungar hitti þig og nemandann. (Sjá Varðturninn, 1. júní, 1989, bls. 29.) Þegar gengið hefur verið úr skugga um að nemandinn sé hæfur skaltu byrja tafarlaust að þjálfa hann í boðunarstarfinu.

7. Hvernig er hægt að aðstoða óvirka og óreglulega boðbera?

7 Bóknámsumsjónarmenn ættu að veita sérstaka athygli þeim sem eru óvirkir eða óreglulegir í hópnum. Bjóddu þeim að fara með þér út í starfið. Hafi þeir verið óvirkir lengi væri betra ef tveir öldungar töluðu við þá og könnuðu hvort þeir uppfylli enn þá boðberakröfurnar. (Sjá spurningakassa í Ríkisþjónustu okkar í nóvember 2000.) Eldmóðurinn í söfnuðinum þessa vormánuði gæti hvatt þá til að taka reglulega þátt í boðunarstarfinu á ný.

8, 9. Hvað geta öldungarnir gert til að kynda undir áhuga fyrir sérstaka starfsátakinu?

8 Byrjaðu strax að undirbúa þig fyrir aukið starf: Öldungar, byrjið strax að kynda undir áhuga safnaðarins á aðstoðarbrautryðjandastarfinu. Jákvæð orð ykkar og gott fordæmi getur haft mjög mikið að segja. (1. Pét. 5:3) Hvert er núverandi hámark aðstoðarbrautryðjenda í söfnuðinum? Gætu þeir orðið fleiri í ár? Bóknámsumsjónarmenn og aðstoðarmenn þeirra ættu að leita leiða til að hvetja alla í hópnum til að taka meiri þátt í starfinu. Starfshirðirinn getur skipulagt fleiri samansafnanir fyrir boðunarstarfið. Tilkynnið söfnuðinum fyrir fram hvað hefur verið skipulagt. Sjáið til þess að hæfir boðberar fari með forystuna og samansafnanirnar hefjist og þeim ljúki á réttum tíma. (Sjá spurningakassa í Ríkisþjónustu okkar í september 2001.) Starfshirðirinn ætti einnig að sjá til þess að hvorki vanti starfssvæði né rit.

9 Í fyrra byrjuðu öldungar eins safnaðar með góðum fyrirvara að hvetja söfnuðinn af krafti til að taka þátt í aðstoðarbrautryðjandastarfinu og nokkrir þeirra sóttu sjálfir um. Þeir skipulögðu fleiri samansafnanir fyrir boðunarstarfið. Fyrst var samansöfnun fyrir götustarfið klukkan hálf sex á morgnana, önnur klukkan þrjú fyrir skólafólk og síðan klukkan sex fyrir þá sem vinna á daginn. Auk þess voru þrjár samansafnanir á laugardögum. Í fyrra gerðust 66 boðberar í söfnuðinum aðstoðarbrautryðjendur í apríl!

10. Hvernig getur fjölskyldan búið sig undir að taka meiri þátt í starfinu?

10 Hvernig væri að taka frá tíma í næsta fjölskyldunámi og setja fjölskyldunni raunhæf markmið fyrir næstu mánuði? Með góðri samvinnu og skipulagningu geta hugsanlega sumir eða allir í fjölskyldunni gerst aðstoðarbrautryðjendur. Ef það er ekki mögulegt getið þið sett ykkur það markmið að starfa lengur í einu eða oftar en venjulega. Gerið þetta að bænarefni fjölskyldunnar. Þið megið vera viss um að Jehóva blessar viðleitni ykkar. — 1. Jóh. 3:22.

11. (a) Hverju kom lausnarfórn Krists til leiðar? (b) Hvar og hvenær verður minningarhátíðin haldin?

11 Mesta dásemdarverk Guðs: Mesta kærleiksverk Jehóva var að gefa son sinn sem lausnargjald fyrir okkur. (1. Jóh. 4:9, 10) Lausnarfórnin veitir lagalegan grunn fyrir því að mannkynið verði leyst undan synd og dauða. (Rómv. 3:23, 24) Úthellt blóð Jesú setti í gildi nýja sáttmálann og gerði ófullkomnum mönnum kleift að verða kjörsynir Guðs með von um að stjórna í himnesku ríki hans. (Jer. 31:31-34; Mark. 14:24) En umfram allt helgaði Jesús nafn Jehóva með fullkominni hlýðni sinni. (5. Mós. 32:4; Orðskv. 27:11) Eftir sólsetur sunnudaginn 4. apríl verður minningarhátíðin um dauða Krists haldin um heim allan.

12. Hvernig geta áhugasamir notið góðs af því að mæta á minningarhátíðina um kvöldmáltíð Drottins?

12 Með því að halda kvöldmáltíð Drottins hátíðlega miklum við dásemdarverk Jehóva. Fyrirlesturinn eykur þakklæti okkar og skilning á lausnargjaldinu sem Jehóva gaf. Áhugasamir gestir geta einnig séð önnur dásemdarverk Guðs. Þeir geta séð eininguna og hinn mikla kærleika sem Jehóva hefur kennt fólki sínu að sýna. (Ef. 4:16, 22-24; Jak. 3:17, 18) Það getur haft mikil áhrif á hugarfar fólks að mæta á þessa mikilvægu hátíð og því viljum við að sem flestir mæti. — 2. Kor. 5:14, 15.

13, 14. Hverjum ættum við að bjóða á minningarhátíðina og hvernig?

13 Bjóddu öðrum: Byrjaðu strax að undirbúa þig með því að gera lista yfir þá sem þú ætlar að bjóða. Á listanum ættu að vera vantrúaðir ættingjar, nágrannar, skóla- eða vinnufélagar, fyrrverandi og núverandi biblíunemendur og allir þeir sem þú ferð reglulega í endurheimsókn til. Bóknámsumsjónarmenn ættu að setja alla óvirka boðbera á lista sinn.

14 Notaðu boðsmiðana fyrir minningarhátíðina og vélritaðu eða skrifaðu snyrtilega hvar og hvenær hún verður haldin. Þú gætir líka notað baksíðuna á Varðturninum 1. apríl 2004 til að bjóða á hátíðina. Þegar nær dregur 4. apríl skaltu hringja eða heimsækja þá sem eru á listanum til að minna þá á minningarhátíðina.

15. Hvernig getum við sýnt gestrisni á minningarhátíðinni?

15 Á minningarhátíðinni: Reyndu að mæta snemma kvöldið sem minningarhátíðin verður haldin. Sýndu gestrisni með því að bjóða nýja velkomna. (Rómv. 12:13) Þú berð sérstaka ábyrgð gagnvart gestum sem þú bauðst. Láttu þá finna að þeir séu velkomnir og kynntu þá fyrir öðrum í söfnuðinum. Þú gætir hjálpað þeim að finna sæti nálægt þér. Ef einhverjir eru ekki með söngbók eða biblíu gætu þeir fengið að sjá hjá þér eða öðrum. Eftir minningarhátíðina skaltu vera fús til að svara spurningum þeirra. Ef þetta er í fyrsta skipti sem þeir mæta skaltu spyrja þá hvort þeir vilji læra meira um orð Guðs og fyrirætlun hans. Bjóddu þeim síðan biblíunámskeið.

16. Hvernig er hægt að hjálpa þeim sem mættu að taka andlegum framförum?

16 Haltu áfram að aðstoða þá sem mættu: Vikurnar eftir minningarhátíðina gætu þeir sem mættu þurft á frekari aðstoð að halda. Þetta gætu meðal annars verið þeir sem áður fyrr sóttu samkomur reglulega en hafa ekki lengur mikið samband við söfnuðinn. Öldungarnir gæta þess að þessir einstaklingar gleymist ekki og reyna að komast að því hvers vegna þeir hættu að taka andlegum framförum. Leiðið þeim fyrir sjónir að lítill tími er til stefnu. (1. Pét. 4:7) Gerið öllum grein fyrir hve gagnlegt það er að fara eftir hvatningu Biblíunnar um að safnast reglulega saman með fólki Guðs. — Hebr. 10:24, 25.

17. Af hverju ættum við að halda áfram að segja frá dásemdarverkum Jehóva?

17 Verk Jehóva eru svo stórkostleg að við getum ekki skilið þau til fullnustu jafnvel þótt við lifum að eilífu. (Job. 42:2, 3; Préd. 3:11) Okkur mun því aldrei skorta ástæðu til að lofa hann. Mánuðina í kringum minningarhátíðina getum við sýnt þakklæti fyrir dásemdarverk Jehóva með því að leggja okkur sérstaklega fram um að taka meiri þátt í boðunarstarfinu.

[Listi á blaðsíðu 5]

Gætir þú orðið aðstoðarbrautryðjandi með því að nota eina af þessum tímaáætlunum?

Mars Sun Mán* Þri* Mið* Fim Fös Lau Mánuður Samtals

Á hverjum degi 2 1 1 1 1 1 5 51

Tvo daga 0 5 0 5 0 0 0 50

Eingöngu um 5 0 0 0 0 0 8 52

helgar

Helgar og tvo 2 0 0 2 0 2 6 50

virka daga

Apríl Sun Mán Þri Mið Fim* Fös* Lau Mánuður Samtals

Á hverjum degi 2 1 1 1 1 1 5 50

Tvo daga 0 0 0 0 5 5 0 50

Eingöngu um 5 0 0 0 0 0 8 52

helgar

Helgar og tvo 2 0 0 2 0 2 6 50

virka daga

Maí Sun* Mán* Þri Mið Fim Fös Lau* Mánuður Samtals

Á hverjum degi 2 1 1 1 1 1 4 51

Tvo daga 0 5 0 0 0 0 5 50

Eingöngu um 3 0 0 0 0 0 7 50

helgar

Helgar og tvo 2 0 0 2 0 2 5 51

virka daga

* Fimm í mánuðinum

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila