Leið til að hjálpa þeim
Sannkristnir menn taka þátt í að boða fagnaðarerindið meðal almennings. (Post. 20:20) Þessu starfi til stuðnings hefur verið hægt að nálgast ýmsa bæklinga, smárit og greinar á 20 tungumálum á Netinu (www.watchtower.org). Vefsíðan er ekki til þess gerð að dreifa nýjustu ritunum til votta Jehóva. Markmiðið með henni er að gera almenningi kleift að fá nákvæmar upplýsingar um hvað Vottar Jehóva kenna.
Nýlega var þýðingarmiklu riti bætt við opinbera vefsíðu okkar. Þetta er bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? á yfir 220 tungumálum. Frá og með 1. janúar 2004 var farið að birta vefslóð okkar á baksíðu Varðturnsins og Vaknið! á öllum tungumálum.
Hvernig geturðu notað þetta verkfæri? Þú gætir til dæmis hitt mann sem virðist áhugasamur en skilur ekki íslensku. Ef hann hefur aðgang að Netinu geturðu bent honum á netfangið á baksíðu Varðturnsins og Vaknið! Þannig getur hann skoðað Kröfubæklinginn á móðurmáli sínu þar til þú getur fært honum rit á hans máli. Ef til vill geturðu líka beðið boðbera, sem talar mál hans, að heimsækja hann.