Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.04 bls. 1
  • Líkjum eftir réttlæti Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Líkjum eftir réttlæti Jehóva
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Líktu eftir Jehóva — iðkaðu réttlæti og réttvísi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Jehóva — uppspretta réttlætis og réttvísi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • „Allir vegir hans eru réttlátir“
    Nálgastu Jehóva
  • Réttlæti handa öllum þjóðum innan skamms
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 7.04 bls. 1

Líkjum eftir réttlæti Jehóva

1 „Drottinn hefir mætur á réttlæti“. (Sálm. 37:28) Þótt hann hafi ákveðið að þessum rangláta heimi verði tortímt lætur hann samt vara við því fyrir fram. (Mark. 13:10) Það gefur fólki færi á að iðrast og bjargast. (2. Pét. 3:9) Leggjum við hart að okkur til að líkja eftir réttlæti Jehóva? Fær eymd og þjáning mankynsins okkur til að boða fólki vonina sem tengist Guðsríki? (Orðskv. 3:27) Ef við unnum réttlætinu langar okkur til að taka þátt í boðunarstarfinu af heilum huga.

2 Prédikaðu án hlutdrægni: Við ‚gerum rétt‘ ef við segjum öllum frá fyrirætlun Guðs án hlutdrægni. (Míka 6:8) Við verðum að sporna gegn þeirri mannlegu tilhneigingu að dæma aðra fyrir fram eftir útlitinu. (Jak. 2:1-4, 9) Jehóva „vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. (1. Tím. 2:4) Sannleiksorð Guðs getur valdið ótrúlegri breytingu á lífi fólks. (Hebr. 4:12) Ef við gerum okkur grein fyrir því getum við talað við aðra af djörfung, meira að segja fólk sem hefur hingað til ekki viljað hlusta.

3 Systir, sem afgreiðir í verslun, var hálfsmeyk við einn fastan viðskiptavin verslunarinnar sökum útgangsins á honum. Þegar tækifæri gafst reyndi hún samt að segja honum frá loforði Guðs um paradís. Maðurinn svaraði hranalega að hann tryði ekki ævintýrum og kvaðst vera hippi og eiturlyfjaneytandi. En hún gafst ekki upp. Dag nokkurn spurði maðurinn hana hvað henni fyndist um síða hárið á sér. Hún útskýrði háttvíslega hvað Biblían segir um málið. (1. Kor. 11:14) Daginn eftir var hann búinn að raka sig og kominn með stutt hár, henni til mikillar undrunar! Hann bað um biblíunámskeið, sem bróðir tók með ánægju að sér, og síðan tók hann framförum jafnt og þétt, vígðist Jehóva og lét skírast. Líkt og þessi ungi maður eru margir þjónar Jehóva þakklátir fyrir þolinmæði og óhlutdrægni þeirra sem fluttu þeim fagnaðarerindið.

4 Jehóva mun bráðlega afmá óréttlætið af jörðinni. (2. Pét. 3:10, 13) Líkjum eftir réttlæti hans þann stutta tíma, sem eftir er, með því að gefa öllum tækifæri til að flýja eyðinguna sem kemur bráðlega yfir ranglátan heim Satans. — 1. Jóh. 2:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila