Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.04 bls. 8
  • Sýnum brautryðjandaanda

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýnum brautryðjandaanda
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Boðum „fagnaðarboðskapinn um Jesú“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Vertu eðlilegur
    Elskum fólk og gerum það að lærisveinum
  • Getur þú þjónað Jehóva sem brautryðjandi?
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 8.04 bls. 8

Sýnum brautryðjandaanda

1. Hvað er brautryðjandaandi?

1 Allir boðberar fagnaðarerindisins geta sýnt brautryðjandaanda, hvort sem þeir eru brautryðjendur þessa stundina eða ekki. Þeir leggja sig alla fram við að hlýða fyrirmælunum um að prédika og gera menn að lærisveinum. (Matt. 28:19, 20; Post. 18:5) Þeim er umhugað um fólk og þeir færa fórnir til að geta fullnað þjónustu sína. (Matt. 9:36; Post. 20:24) Þjónar Jehóva eru fúsir til að gera hvaðeina sem þarf til að hjálpa öðrum að læra sannleikann. (1. Kor. 9:19-23) Skoðum dæmi um mann sem hafði þetta hugarfar, boðberann Filippus.

2. Hvernig geta öldungar og safnaðarþjónar líkt eftir kostgæfni Filippusar í boðunarstarfinu?

2 Prédikun og kennsla: Filippus gegndi mikilli ábyrgðarstöðu í söfnuðinum á fyrstu öld. (Post. 6:1-6) En hann var fyrst og fremst kostgæfinn boðberi fagnaðarerindisins. (Post. 8:40) Öldungar og safnaðarþjónar geta sýnt brautryðjandaanda með því að taka forystu í boðunarstarfinu af eldmóði auk þess að sinna safnaðarstörfum. Það hefur mjög hressandi áhrif á söfnuðinn. — Róm. 12:11.

3. Hvernig getum við sýnt brautryðjandaanda í prófraunum?

3 Í kjölfar dauða Stefáns fylgdi alda ofsókna sem olli miklum erfiðleikum í lífi lærisveinanna. Filippus hélt samt áfram að prédika og átti mikinn þátt í að koma á fót boðunarstarfi í Samaríu. (Post. 8:1, 4-6, 12, 14-17) Við getum líkt eftir fordæmi hans með því að halda áfram að boða fagnaðarerindið þegar við stöndum frammi fyrir prófraunum og með því að vitna fyrir öllum sem við hittum. — Jóh. 4:9.

4. Hvaða fordæmi setti Filippus sem kennari?

4 Frásagan af því þegar eþíópíski hirðmaðurinn tók trú sýnir okkur hve hæfur Filippus var í að kenna orð Guðs. (Post. 8:26-38) Önnur leið til að sýna brautryðjandaanda er sú að þjálfa sig í að nota Biblíuna og ‚leggja úr af ritningunum‘. (Post. 17:2, 3) Við leitumst við að koma boðskapnum á framfæri hvar sem fólk er að finna og við sérhverjar viðeigandi aðstæður eins og Filippus gerði.

5. Hvað getur hjálpað kristnum foreldrum að byggja upp brautryðjandaanda hjá barni sínu?

5 Fjölskyldan og söfnuðurinn: Fordæmi og viðhorf Filippusar hafa án efa haft jákvæð áhrif á dætur hans. (Post. 21:9) Kristnir foreldrar, sem láta líf sitt snúast um hagsmuni Guðsríkis, geta á líkan hátt hvatt börn sín til að gera hið sama. Þótt foreldrar séu þreyttir eftir annasama viku geta þeir haft varanleg áhrif á hjörtu barna sinna með því að sýna eldmóð í boðunarstarfinu. — Orðskv. 22:6.

6. Hvernig getum við sýnt að við kunnum að meta brautryðjendurna í söfnuðinum?

6 Filippus sýndi Páli og Lúkasi gestrisni en þeir voru ötulir boðberar sem lögðu hart að sér í þjónustu Jehóva. (Post. 21:8, 10) Hvernig getum við sýnt þeim sem eru iðnir í þjónustunni að við styðjum þá og kunnum að meta starf þeirra? Við gætum boðist til að starfa með brautryðjendum að morgni eða síðdegis þá daga sem erfitt er að fá samstarf. (Fil. 2:4) Við getum einnig boðið þeim uppbyggjandi félagsskap á heimili okkar. Við ættum öll að leitast við að sýna brautryðjandaanda hverjar sem kringumstæður okkar eru.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila