Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.04 bls. 1
  • Haltu auga þínu heilu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Haltu auga þínu heilu
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Er auga þitt heilt?
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Er auga þitt „heilt“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Hvað merkir „auga fyrir auga“?
    Biblíuspurningar og svör
  • Upprifjun sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 9.04 bls. 1

Haltu auga þínu heilu

1. Hvað merkir það að hafa heilt auga og hvers vegna er það mikilvægt?

1 Í fjallræðunni vakti Jesús athygli á þeim miklu áhrifum sem hið táknræna eða andlega auga getur haft á allt líf okkar. Hann sagði: „Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur.“ (Matt. 6:22, 23) Heilt auga horfir á eitt markmið, það er að gera vilja Guðs, og það lætur ekki óþarfa áhyggjur af efnislegum hlutum trufla sig. (Matt. 6:19-21, 24-33) Hvað getur hjálpað okkur að halda auganu heilu?

2. Hvaða viðhorf hvetur orð Guðs okkur til að hafa til efnislegra hluta?

2 Að temja sér nægjusemi: Það er biblíuleg skylda að sjá fyrir þörfum fjölskyldunnar. (1. Tím. 5:8) En það þýðir ekki að við þurfum alltaf að sækjast eftir öllu því nýjasta og besta. (Orðskv. 27:20; 30:8, 9) Biblían hvetur okkur frekar til að láta okkur nægja „fæði og klæði“, það er að segja lífsnauðsynjar. (1. Tím. 6:8; Hebr. 13:5, 6) Ef við förum eftir þessum leiðbeiningum hjálpa þær okkur að hafa skýra andlega sjón.

3. Hvað getur hjálpað okkur að forðast sjálfskapaðar byrðar?

3 Það er viturlegt að íþyngja sér ekki með óþarfa skuldum, eignum eða iðjum sem ræna frá okkur tíma og athygli. (1. Tím. 6:9, 10) Hvernig getum við komið í veg fyrir það? Þegar þú þarft að taka ákvörðun um eitthvað mál skaltu gera það að bænarefni og vega og meta hvort það muni trufla andleg hugðarefni. Vertu staðráðinn í því að láta andleg mál hafa forgang í lífinu. — Fil. 1:10; 4:6, 7.

4. Hvers vegna ættum við að leita leiða til að einfalda líf okkar?

4 Einfaldaðu lífið: Annað sem getur hjálpað okkur að halda okkur frá efnishyggju er að einfalda lífið. Bróðir, sem gerði sér grein fyrir því að fjölskyldan gæti komist vel af án mikilla efnislegra gæða, sagði: „Núna get ég gert mun meira til að þjóna bræðrum mínum í söfnuðinum. Ég er sannfærður um að Jehóva blessar alla þjóna sína sem taka sanna tilbeiðslu fram yfir eigin hagsmuni.“ Gætir þú hlotið meiri blessun með því að einfalda líf þitt?

5. Hvers vegna þurfum við stöðugt að leggja hart að okkur til að halda auganu heilu?

5 Við þurfum stöðugt að leggja hart að okkur til að berjast á móti áhrifum Satans, efnishyggjunni í heimi hans og okkar eigin ófullkomna holdi. Í stað þess að leyfa augunum að reika ættum við að beina sjónum okkar að voninni um eilíft líf og því að gera vilja Guðs. — Orðskv. 4:25; 2. Kor. 4:18.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila