Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. maí
„Ertu ekki sammála því að upplýsingaflóðið í samfélaginu sé orðið gríðarlegt? [Gefðu kost á svari.] En það eru engar upplýsingar eins verðmætar og þær sem talað er um í þessu versi. [Lestu Jóhannes 17:3.] Í þessu blaði er útskýrt hvað er fólgið í hugtakinu ‚eilíft líf‘ og hvernig við getum aflað okkur þekkingar sem leiðir til eilífs lífs.“
Vaknið! apríl-júní
„Streita er eitt af stærstu vandamálunum sem fólk glímir við nú á tímum. Ertu ekki sammála? [Gefðu kost á svari.] Þetta var sagt nákvæmlega fyrir í Biblíunni. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1.] Þetta tímarit hefur að geyma raunhæfar leiðbeiningar sem geta hjálpað þér og fjölskyldu þinni að draga úr streitu.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Menn þurfa að takast á við margt í lífinu nú á tímum og því mætti spyrja hvort bænin geti komið okkur að raunverulegu gagni?[Gefðu kost á svari.] Margir segja að bænin veiti þeim innri styrk. [Lestu Filippíbréfið 4:6, 7.] Engu að síður getur þeim fundist að þeir fái ekki bænheyrslu. [Opnaðu Kröfubæklinginn á kafla 7.] Þessi bæklingur útskýrir hvernig bænin getur gagnast okkur sem best.“