Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.05 bls. 1
  • Segjum frá dýrð Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Segjum frá dýrð Jehóva
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • „Veitið Jehóva það lof sem nafn hans á skilið.“ – Sálmur 96:8.
    „Veitið Jehóva það lof sem nafn hans á skilið.“ – Sálmur 96:8.
  • Veitið Jehóva lof
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Kunngerið nafn Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Hvers vegna við verðum að þekkja nafn Guðs?
    Nafn Guðs sem vara mun að eilífu
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 11.05 bls. 1

Segjum frá dýrð Jehóva

1 Sálmaritarinn bauð: „Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni öll lönd! . . . Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða.“ Þegar við hugleiðum það sem Jehóva hefur gert, gerir núna og á eftir að gera fyrir okkur, fær það okkur til að segja frá dýrð hans af öllu hjarta. — Sálm. 96:1, 3.

2 Í boðunarstarfinu: Vottar Jehóva líta á það sem heiður að bera nafn Guðs og að lofa það opinberlega út um alla jörðina. (Mal. 1:11) Það er meira en hægt er að segja um klerka kristna heimsins sem hafa í ósvífni sinni fjarlægt nafn Guðs úr biblíuþýðingum sínum. Það er áríðandi að kunngera nafn Guðs því að fólk verður að ákalla nafn hans í trú til þess að verða hólpið í þrengingunni miklu sem er fram undan. (Rómv. 10:13-15) Alheimsfriður, þar með talinn friður manna í milli, er auk þess háður því að nafn Guðs verði helgað. Já, öll verk Guðs tengjast nafni hans.

3 „Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur.“ En til þess að fólk geti tjáð „Drottni dýrð þá, er nafni hans hæfir“ verður það að þekkja sannleikann um hann. (Sálm. 96:4, 8) En sumir neita tilvist Guðs. (Sálm. 14:1) Aðrir rægja hann og segja að hann sé vanmáttugur eða halda því fram að hann hafi engan áhuga á málefnum mannanna. Við vegsömum Jehóva skapara okkar þegar við hjálpum einlægu fólki að öðlast nákvæma þekkingu á honum, tilgangi hans og eiginleikum.

4 Með hegðun okkar: Við heiðrum Jehóva með því að lifa í samræmi við réttlátar lífsreglur hans. Góð hegðun okkar fer ekki fram hjá öðrum. (1. Pét. 2:12) Til dæmis getur hreint og snyrtilegt útlit kallað fram vinsamlegar athugasemdir. Það getur gefið okkur tækifæri til að tala um hversu gagnlegt er að fara eftir meginreglum Biblíunnar í lífi okkar. (1. Tím. 2:9, 10) Það gleður okkur þegar aðrir sjá góð verk okkar og vegsama föður okkar sem er á himnum. — Matt. 5:16.

5 Við skulum dásama mikilfenglegan Guð okkar á hverjum degi bæði með orðum og verkum og svara kallinu: „Syngið Drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.“ — Sálm. 96:2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila