Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.05 bls. 4
  • Hverju kemur boðunarstarfið til leiðar?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hverju kemur boðunarstarfið til leiðar?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Hvernig geturðu fullnað þjónustu þína?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Haltu áfram að prédika Guðsríki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Boðaðu fagnaðarerindið af kappi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Hvað getur hjálpað okkur að vera þrautseig í boðunarstarfinu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 11.05 bls. 4

Hverju kemur boðunarstarfið til leiðar?

1. Hvernig lítur Jehóva á boðunarstarf okkar og hvernig bregst fólk við því?

1 Biblían lýsir því hvernig kristnir menn ganga sigrihrósandi í þjónustu Jehóva eins og í sigurför. (2. Kor. 2:14-16) Þegar við útbreiðum þekkinguna á Guði berum við fram fórn sem er eins og góður reykelsisilmur sem stígur upp til Jehóva. Sumir laðast að sætum ilm fagnaðarerindisins en aðrir hafna honum. Neikvæð viðbrögð meirihlutans eru hins vegar ekki merki um að starf okkar sé til einskis. Íhugum hverju boðunarstarf okkar kemur til leiðar.

2. Hvað getum við sýnt með boðunarstarfi okkar?

2 Það upphefur Jehóva: Satan heldur því fram að mennirnir þjóni Jehóva aðeins af eigingjörnum hvötum. (Job. 1:9-11) Í boðunarstarfinu fáum við tækifæri til að sýna að hollusta okkar við Guð er einlæg. Margir boðberar búa við erfiðar aðstæður eða finna fyrir almennu áhugaleysi. Þeir halda samt áfram að hlýða boðinu um að prédika og gera menn að lærisveinum. Slíkt þolgæði gleður hjarta Jehóva. — Orðskv. 27:11.

3. Hvers vegna er svona mikilvægt að við höldum áfram að kunngera nafn Guðs og fyrirætlun?

3 Boðunarstarfið er einnig þáttur í fyrirætlun Guðs. Eyðingin á heimi Satans er skammt undan og Jehóva vill að „þjóðirnar viðurkenni, að [hann] er Drottinn“. (Esek. 39:7) Til þess að það sé hægt verða þjónar Guðs að halda áfram að kunngera nafn hans og fyrirætlun „sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð“. — Opinb. 14:6, 7.

4. Hvernig er boðunarstarfið grundvöllur dóms?

4 Það er grundvöllur dóms: Boðunarstarfið veitir líka grundvöll til að hægt sé að dæma. Páll postuli sagði að Jesús Kristur myndi láta „hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú“. (2. Þess. 1:8, 9) Fólk verður dæmt eftir því hvernig það bregst við fagnaðarerindinu. Þess vegna bera þjónar Guðs mikla ábyrgð. Til að forðast blóðskuld megum við ekki veigra okkur við því að boða öðrum lífgandi boðskap Biblíunnar. — Post. 20:26, 27.

5. Hvernig endurspeglum við miskunn Guðs í boðunarstarfinu?

5 Stöðug viðleitni okkar til að hjálpa náunganum að fá velþóknun Guðs er merki um miskunn Jehóva. (1. Tím. 2:3, 4) Við vitum að líf fólks er stöðugt að breytast. Þess vegna heimsækjum við það aftur og aftur og hvetjum það til að leita Jehóva meðan enn er tími til. Þannig endurspeglum við „hjartans miskunn Guðs vors“ sem „vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar“. — Lúk. 1:78; 2. Pét. 3:9.

6. Hvernig kemur það okkur að gagni að vera virk í þjónustu Jehóva?

6 Það kemur okkur sjálfum að gagni: Þjónustan við Jehóva er okkur vernd þegar við tökum þátt í henni af fullum krafti. Það hjálpar okkur að flýta „fyrir komu Guðs dags“ og forðar okkur frá því að spillast af þessu illa heimskerfi. (2. Pét. 3:11-14; Tít. 2:11, 12) Við skulum þess vegna vera ‚staðföst, óbifanleg, síauðug í verki Drottins, því við vitum að erfiði okkar er ekki árangurslaust‘. — 1. Kor. 15:58.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila