Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.06 bls. 7
  • Fyrirmynd fyrir fólk á öllum aldri

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fyrirmynd fyrir fólk á öllum aldri
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Allir geta lært af myndbandinu um Nóa
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • „Hann gekk með Guði“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Nói smíðar örk
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 5.06 bls. 7

Fyrirmynd fyrir fólk á öllum aldri

Hann átti hlýlegt og innilegt samband við Guð. Hann helgaði sig því að gera vilja hans. Hann „gekk með Guði“ og var umbunað fyrir. Maðurinn, sem hér um ræðir, var Nói en hann er ungum sem öldnum góð fyrirmynd. (1. Mós. 6:9) Myndbandið Noah—He Walked With God (Nói — hann gekk með Guði) er góð hjálp til að gera sér í hugarlund hvernig lífið var hjá Nóa, hvers vegna hann verðskuldaði blessun Jehóva og hvernig við getum líkt eftir góðum eiginleikum hans.

Nóamyndbandið er einnig fáanlegt á mynddiski (DVD) en þar er að finna prófið sem er hér að neðan. Horfðu á myndbandið og svaraðu síðan spurningunum: (1) Hvað gerðu sumir englar sem var alrangt og hverjir voru risarnir? (1. Mós. 6:1, 2, 4) (2) Hvernig voru mennirnir á dögum Nóa og hvers vegna? Hvað fannst Guði um illsku mannanna? (1. Mós. 6:4-6) (3) Hvað gerði Nóa ólíkan öðrum? (1. Mós. 6:22) (4) Hvernig var vondum mönnum eytt? (1. Mós. 6:17) (5) Hvað var örkin stór og hverju líktist hún? (1. Mós. 6:15) (6) Hvað gerði Nói auk þess að smíða örk og hvernig brást fólk við því? (Matt. 24:38, 39; 2. Pét. 2:5) (7) Hversu mörg dýr af hverri tegund voru í örkinni? (1. Mós. 7:2, 3, 8, 9) (8) Hversu lengi lét Jehóva rigna og í hve langan tíma var allt land undir vatni? (1. Mós. 7:11, 12; 8:3, 4) (9) Af hverju komust Nói og fjölskylda hans lífs af? (1. Mós. 6:18, 22; 7:5) (10) Hvar nam örkin staðar? (1. Mós. 8:4) (11) Hvernig vissi Nói að það væri óhætt að ganga út úr örkinni? (1. Mós. 8:6-12) (12) Hvað gerði Nói þegar hann kom út úr örkinni? (1. Mós. 8:20-22) (13) Á hvað minnir regnboginn okkur? (1. Mós. 9:8-16) (14) Hvað merkir það að ‚ganga með Guði‘? (1. Mós. 6:9, 22; 7:5) (15) Hvað þurfum við að gera til að geta hitt Nóa í paradís? (Matt. 28:19, 20; 1. Pét. 2:21)

Hvað lærðir þú af frásögu Biblíunnar um trúfesti og hlýðni Nóa sem hjálpar þér að ‚ganga með Guði‘ og treysta því að hann geti bjargað fólki sínu nú á tímum? — 1. Mós. 7:1; Orðskv. 10:16; Hebr. 11:7; 2. Pét. 2:9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila