Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. september
„Mig langar til að spyrja þig álits á svolitlu sem Jesús sagði. [Lestu Matteus 5:5.] Hvernig heldurðu að ástandið verði á jörðinni þegar þetta gerist? Heldurðu að það verði eins og það er núna? [Gefðu kost á svari.] Í þessu blaði er gefin lýsing Biblíunnar á því hvernig Jesús ætlar að breyta jörðinni. Og þar kemur líka fram hverjir munu erfa jörðina.“
Vaknið! júlí-september
„Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér hvers vegna við eldumst? [Gefðu kost á svari.] Þegar við lesum útskýringu Biblíunnar á því kemur í ljós að Guð hefur gert okkur kleift að lifa að eilífu. [Lestu Jesaja 25:8.] Í þessu blaði er fjallað um núverandi hugmyndir um öldrun.“
Vaknið! júlí-september
„Flestir kannast við frásögu Biblíunnar af sköpun mannsins og syndafallinu. Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér í hverju fyrsta syndin var fólgin? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan 1. Mósebók 2:17] Í greininni sem byrjar á bls. 14 er útskýrt hvernig fyrstu hjónin gerðu uppreisn með því að óhlýðnast þessu boði.“