Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.06 bls. 1
  • Hvað hefur forgang í lífi þínu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað hefur forgang í lífi þínu?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • „Elskar þú mig meira en þessa?“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Vel ég mér uppbyggilega afþreyingu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Láttu ekkert verða til þess að þú fjarlægist Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Notum tímann skynsamlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 10.06 bls. 1

Hvað hefur forgang í lífi þínu?

1 Hvernig myndir þú svara þessari spurningu? Öll viljum við auðvitað setja hagsmuni Guðsríkis framar öðru í lífinu. (Matt. 6:33) En við ættum að spyrja okkur hvort ákvarðanir okkar sýni að við gerum það? Biblían hvetur okkur: „Prófið yður sjálfa.“ (2. Kor. 13:5) Hvernig getum við prófað okkur sjálf til að ganga úr skugga um að við látum ríki Guðs ganga fyrir öðru?

2 Hvernig notum við tímann? Við gætum byrjað á því að skoða hvernig við verjum tímanum sem við höfum? (Ef. 5:15, 16) Hve mikinn tíma notum við vikulega til þess að vera með vinum okkar, horfa á sjónvarpið, vafra um á Netinu eða sinna áhugamálum? Ef við skrifum niður á blað hve miklum tíma við verjum til slíkra hluta og berum það síðan saman við þann tíma sem við notum til að sinna trúnni gæti niðurstaðan komið okkur á óvart. Vinnum við yfirvinnu á kostnað þjónustu okkar við Guð, bara svo við getum lifað við allsnægtir? Hve oft missum við af samkomum eða boðunarstarfi af því að við förum í skemmtiferðir um helgar?

3 Við þurfum að forgangsraða: Fæstir hafa tíma til að gera allt sem hugurinn girnist. Til þess að geta sinnt andlegu málunum sem skyldi þurfum við þess vegna að forgangsraða og taka frá tíma fyrir ‚þá hluti sem máli skipta‘. (Fil. 1:10) Þar má meðal annars nefna að lesa og hugleiða orð Guðs, taka þátt í boðunarstarfinu, annast fjölskylduna og sækja safnaðarsamkomur. (Sálm. 1:1, 2; Rómv. 10:13, 14; 1. Tím. 5:8; Hebr. 10:24, 25) Hæfileg hreyfing og heilnæm afþreying er einnig holl. (Mark. 6:31; 1. Tím. 4:8) En við megum ekki verða svo upptekin af því sem minna máli skiptir að það skyggi á andleg mál.

4 Ungur bróðir lét Guðsríki ganga fyrir með því að hefja þjónustu í fullu starfi í staðinn fyrir að sækjast eftir æðri menntun og starfsframa. Hann lærði nýtt tungumál og flutti þangað sem meiri þörf var fyrir boðbera. Hann sagði: „Ég nýt þess svo sannarlega að vera hérna. Starfið er mjög gefandi og upplífgandi. Ég vildi bara óska að allt ungt fólk myndi gera eitthvað svipað og upplifa það sem ég upplifi. Ekkert jafnast á við það að þjóna Jehóva af fullum krafti.“ Já, það hefur mikil laun í för með sér að setja Guðsríki framar öllu öðru í lífinu en umfram allt gleður það Jehóva, himneskan föður okkar. — Hebr. 6:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila