Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.06 bls. 1
  • Hjálpið öðrum að verða vinir Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hjálpið öðrum að verða vinir Guðs
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Hvernig þú getur nálægt þig Guði
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
  • Styrktu tengslin við Guð með bæninni
    Hvað kennir Biblían?
  • Hvers vegna eigum við að biðja án afláts?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Foreldrar, hjálpið börnunum ykkar að elska Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 10.06 bls. 1

Hjálpið öðrum að verða vinir Guðs

1 Nú á dögum eru menn af öllum þjóðum fræddir um vegi Jehóva. (Jes 2:2, 3) En til þess að „bera ávöxt með stöðuglyndi“ verða þeir að elska hann. (Lúk. 8:15; Mark. 12:30) Án slíkrar elsku hafa þeir hvorki styrk til að standast spillandi áhrif né kjark til að gera það sem er rétt. Ein leið til að hjálpa öðrum að mynda gott samband við Jehóva er að kenna þeim að elska eiginleika hans. Hvettu þá til að íhuga gaumgæfilega það sem kemur fram í bókinni Nálægðu þig Jehóva.

2 Fordæmi þitt: Það sem þú gerir getur haft mikil áhrif á hjörtu biblíunemenda. Þegar þeir sjá að þú metur mikils samband þitt við Jehóva og hvernig það hefur áhrif á líf þitt getur það orðið til þess að þá langi sjálfa til að rækta slíkt samband. (Lúk. 6:40) Reyndar hefur fordæmi okkar oft meiri áhrif en það sem við segjum.

3 Ein besta leið foreldranna til að kenna börnum sínum að elska Jehóva er að ganga á undan með góðu fordæmi. (5. Mós. 6:4-9) Hjón nokkur, sem langaði mikið til að ala börn sín upp í sannleikanum, leituðu ráða hjá foreldrum þar sem uppeldið hafði tekist vel. „Þeir sem ég talaði við voru sammála um að fordæmi foreldranna skipti mestu máli,“ sagði eiginmaðurinn. Þannig geta foreldrar með líferni sínu gefið börnunum lifandi fordæmi um hvað felist í því að vera „Guðs vinur“. — Jak. 2:23.

4 Einlæg bæn: Þú getur einnig hjálpað öðrum að rækta vináttusamband við Jehóva með því að kenna þeim að biðja af einlægni. Þú gætir bent á fyrirmyndarbæn Jesú og hinar mörgu einlægu bænir sem skráðar eru í Biblíunni. (Matt. 6:9, 10) Með bænum þínum geturðu kennt börnunum og biblíunemendum þínum hvernig eigi að biðja. Þegar þau heyra þig biðja í einlægni skynja þau hvaða tilfinningar þú berð til Jehóva. Hvettu þau til að vera ‚staðföst í bæninni‘ þegar þau verða fyrir prófraunum. (Rómv. 12:12) Þegar þau finna að Jehóva hjálpar þeim á neyðarstundu fara þau að treysta honum og elska hann eins og sannan vin. — Sálm. 34:9; Fil. 4:6,7.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila