Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.06 bls. 12
  • Undirbúningur fyrir blaðakynningu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Undirbúningur fyrir blaðakynningu
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Tökum framförum í að boða trúna – búðu til þína eigin blaðakynningu
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2016
  • Hvernig ættum við að nota kynningartillögur?
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Bjóðum blöð sem bera sannleikanum vitni
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Gerirðu starfi þínu góð skil?
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 11.06 bls. 12

Undirbúningur fyrir blaðakynningu

1. Hvers vegna er betra að hver undirbúi sína eigin blaðakynningu í stað þess að leggja bara á minnið tillögu í Ríkisþjónustu okkar?

1 Þú veltir kannski fyrir þér hvers vegna við ættum að undirbúa eigin blaðakynningar þar sem kynningar birtast í hverju einasta tölublaði Ríkisþjónustu okkar. Þótt mörgum finnist þær tillögur koma að góðu gagni er nauðsynlegt að hver og einn undirbúi sig vel. Kynning, sem notuð er með góðum árangri á einu svæði, á ef til vill ekki við annars staðar. Okkur ætti því ekki að finnast við vera skuldbundin að orða blaðakynninguna nákvæmlega eins og gert er í tillögunum. Þó að við notum þær er samt best að segja þær með eigin orðum.

2. Hvað er gott að hafa í huga þegar þú velur grein sem þú ætlar að kynna?

2 Veldu grein: Þegar þú hefur lesið blaðið skaltu velja grein sem hentar vel fyrir svæðið og þér finnst sérstaklega áhugaverð. Þegar þú kynnir hana getur sannfæringarkraftur þinn og eldmóður orðið til þess að húsráðandann langi til að lesa hana líka. Sennilega viltu sýna grein sem höfðar til sem flestra á svæðinu en þú ættir einnig að vera vel að þér um efnið í öðrum greinum blaðsins. Með því móti geturðu lagað kynninguna að þeim sem hafa ef til vill áhuga á öðru efni.

3. Með hvers konar kynningu nærðu bestum árangri?

3 Varpaðu fram spurningu: Næst skaltu undirbúa vel kynningarorðin. Þau eru mjög mikilvæg. Það gæti verið gott að spyrja húsráðanda spurningar til að vekja áhuga hans á greininni sem þú ætlar að kynna. Viðhorfsspurningar reynast oft best. Forðastu að spyrja húsráðandann um eitthvað sem gæti valdið honum óþægindum eða sett hann í varnarstöðu.

4. Hvers vegna fer vel á því að lesa ritningarstað fyrir húsráðanda þegar aðstæður leyfa?

4 Lestu ritningarstað: Veldu að lokum ritningarstað sem þú getur lesið ef aðstæður leyfa. Hann gæti verið úr greininni sem þú hefur valið. Með því að lesa ritningarstað getur húsráðandi séð að boðskapur okkar er frá orði Guðs. (1. Þess. 2:13) Þá fær hann vitnisburð frá Biblíunni þótt hann hafni blöðunum. Sumir hafa vakið áhuga hjá húsráðanda með því að lesa ritningarstað áður en þeir varpa fram ákveðinni spurningu. Þú gætir kynnt hann með því að segja: „Mig langar til að heyra hvað þér finnst um það sem stendur í þessu biblíuversi.“ Bentu síðan viðmælandanum á atriði um skylt efni í blaðinu og komdu með stuttar athugasemdir til að örva áhuga hans áður en þú býður blaðið.

5. Hvað ættirðu fyrst og fremst að hafa í huga þegar þú undirbýrð blaðakynningu?

5 Það eru engar fastar reglur um hvað eigi að segja þegar blöðin eru boðin. Venjulega er best að hafa kynninguna stutta og einfalda. Notaðu aðferð sem þér þykir þægileg og gefur góða raun. Leggðu áherslu á framúrskarandi gildi blaðanna og talaðu af eldmóði. Þegar undirbúningurinn er góður gengur vel að dreifa Varðturninum og Vaknið! til þeirra ‚sem hneigjast til eilífs lífs‘. — Post. 13:48, NW.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila