Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. desember
„Það er mikil spilling í heiminum og þess vegna spyrja sumir: ‚Hvers vegna ætti ég að leggja svona mikið á mig til að breyta rétt?‘ Hefur þér einhvern tíman liðið þannig? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir þessum uppörvandi orðum. [Lestu Orðskviðina 2:21, 22.] Í þessu blaði er fjallað um mikilvægustu ástæðuna fyrir því að við ættum að vera heiðarleg.“
Vaknið! október-desember
„Margir velta því fyrir sér hvort það samræmist vísindunum að trúa á Guð. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Hebreabréfið 3:4.] Í þessari sérútgáfu af Vaknið! er litið á nokkrar staðreyndir sem hafa sannfært suma vísindamenn um að til sé skapari.“
Vaknið! október-desember
„Margir álíta að við séum sköpuð en aðrir halda því fram að við höfum þróast. Hefur þú skoðun á málinu? [Gefðu kost á svari.] Í Jobsbók er tillaga sem gæti hjálpað okkur að komast að réttri niðurstöðu. [Lestu Jobsbók 12:7, 8.] Í þessari sérútgáfu af Vaknið! er kannað hvað við getum lært af þeirri visku og hönnun sem er augljós í náttúrunni.“