Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.06 bls. 8
  • Ert þú með einkastarfssvæði?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ert þú með einkastarfssvæði?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Hvers vegna ættirðu að hafa eigið starfssvæði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Þegar enginn er heima
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 12.06 bls. 8

Ert þú með einkastarfssvæði?

1. Hvað er einkastarfssvæði?

1 Einkastarfssvæði er svæði sem þú getur fengið úthlutað. Það er ef til vill nálægt heimili þínu þannig að þú kemst þangað fljótt og getur starfað þar einn eða með öðrum boðbera. Þótt það sé mikilvægt að við styðjum ráðstafanir safnaðarins í sambandi við hópstarf er líka gott að hafa einkastarfssvæði til að starfa í við önnur tækifæri. Með því móti er farið vandlega yfir starfssvæði safnaðarins, ekki síst ef það er stórt. — Post. 10:42.

2. Hvaða gagn höfum við af því að vera með einkastarfssvæði?

2 Kostirnir: Sumum finnst gott að hafa einkastarfssvæði nálægt vinnustaðnum því að þá geta þeir farið í boðunarstarfið í matartímanum eða strax eftir vinnu. Aðrir hafa notið þess að starfa með fjölskyldunni nálægt heimili sínu í um klukkutíma áður en þeir fara í safnaðarbóknámið. Með þessu móti er hægt að fara í endurheimsóknir og biblíunámskeið í nágrenninu og þannig sparast fyrirhöfn, tími og tilkostnaður. Þegar við erum með einkastarfssvæði náum við að gera meira á minni tíma og það hefur hjálpað mörgum að vera aðstoðarbrautryðjendur öðru hvoru eða jafnvel gerast brautryðjendur. Auk þess förum við að kannast við húsráðendur og það getur hjálpað okkur að öðlast traust þeirra og sníða kynningar okkar að þörfum þeirra. Það gerir starf okkur enn árangursríkara.

3. Hvaða reynslu hafði brautryðjandi nokkur af því að vera með einkastarfssvæði?

3 Farandhirðir nokkur hvatti brautryðjanda til að vera með einkastarfssvæði. Brautryðjandinn segir: „Ég fór að ráðum hans og fljótlega kynntist ég húsráðendum á svæðinu og vingjarnlegt samband myndaðist á milli okkar. Ég starfaði á svæðinu þegar það hentaði fólkinu best. Þetta varð til þess að endurheimsóknum mínum fjölgaði úr 35 í rúmlega 80 á einum mánuði og ég held nú sjö biblíunámskeið í heimahúsum.“

4. Hvar getum við fengið einkastarfssvæði og hvernig sinnum við því?

4 Hvernig förum við að?: Ef þig langar til að taka út einkastarfssvæði skaltu tala við svæðisþjóninn. Þér er velkomið að biðja annan boðbera að starfa með þér og mundu að skrifa niður hvar fólk var ekki heima. Reyndu að klára að fara yfir svæðið innan fjögurra mánaða. Ef þú átt erfitt með það gætirðu beðið bóknámsumsjónarmanninn eða einhvern annan um að hjálpa þér. Þegar fjórir mánuðir eru liðnir geturðu annað hvort skilað inn svæðinu eða beðið um að fá að fara yfir það aftur. Við ættum samt ekki að vera of lengi með sama svæðið heldur skila því inn þannig að aðrir geti fengið það.

5. Hvað þurfum við að gera til að sinna verkefni okkar að prédika?

5 Verkefni okkar að prédika „um alla heimsbyggðina“ er gríðarlega umfangsmikið. (Matt. 24:14) Það þarfnast góðrar skipulagningar. Þegar við förum bæði í hópstarf og sinnum einkastarfssvæðum náum við að boða sem flestum fagnaðarerindið.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila