Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. júní
„Hvernig myndirðu svara þessari spurningu? [Lestu spurninguna á forsíðunni. Gefðu síðan kost á svari.] Í Biblíunni er okkur gefin von. [Lestu Matteus 6:9, 10.] Í þessu blaði er útskýrt hvernig Guðsríki mun koma vilja Guðs til leiðar hér á jörðinni.“
Vaknið! apríl-júní
„Mörgum finnst gott siðferði vera á undanhaldi. Hefurðu tekið eftir því? [Gefðu kost á svari.] Þetta ástand er uppfylling á biblíuspádómi. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:2-4.] Í þessu blaði er bent á hvað siðferðishrun okkar daga þýðir og hvert stefnir hjá mannkyninu.“
Vaknið! apríl-júní
„Margir líta á sig sem kristna menn. Hvað heldurðu að sé fólgið í því að vera kristinn? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvað Jesús sagði. [Lestu Jóhannes 15:14.] Í þessari grein kemur fram að það sé ekki nóg að segjast bara vera kristinn.“ Bentu á greinina sem hefst á bls. 26.