Mesta boðunarátak sögunnar
Í meira en 100 ár hafa Vottar Jehóva boðað fagnaðarerindið með skipulögðum hætti. (1. Kor. 9:23) Í þessu mesta boðunarátaki sögunnar er fagnaðarerindið flutt á mörg hundruð tungumálum og í yfir 230 löndum. (Matt. 24:14) En hvers vegna er þetta boðunarstarf nauðsynlegt? Og hvernig er hægt að framkvæma það á heimsvísu?
Mynddiskurinn Jehovah’s Witnesses — Organized to Share the Good News (Vottar Jehóva — skipulagðir til að boða fagnaðarerindið) svarar þessum spurningum með því að gefa innsýn í hin margvíslegu verkefni sem tengjast alþjóðlegri starfsemi okkar. Þegar þú horfir á diskinn skaltu hugleiða eftirfarandi spurningar: (1) Hvernig er boðunarstarfið skipulagt? (2) Hvernig eiga ritdeildin, þýðingaþjónustan, listadeildin og hljóð- og myndbandadeildin sinn þátt í að koma fagnaðarerindinu á framfæri? (3) Hvert er markmið þessarar víðtæku útgáfustarfsemi og dreifingar? (Jóh. 17:3) (4) Hversu mörg rit eru prentuð á einu ári? (5) Hverju hafa biblíurit okkar komið til leiðar? (Hebr. 4:12) (6) Hvað er verið að gera fyrir heyrnarlausa og blinda svo að þeir geti kynnst Biblíunni? (7) Hvernig er starf okkar fjármagnað? (8) Hvernig njótum við góðs af starfi spítalasamskiptanefndar, starfsnefndar og mótsnefndar? (9) Hvernig hefur þessi mynddiskur hjálpað þér að skilja og meta mikils (a) það sem söfnuður Jehóva gerir til að fagnaðarerindið verði prédikað? (b) betelheimilin sem eru yfir 100 talsins í heiminum? (c) menntunina sem umsjónarmenn og trúboðar fá? (d) mikilvægi þess að byrja hvern dag á því að hugleiða biblíuvers og undirbúa sig fyrir safnaðarsamkomur í hverri viku? (e) gagnið sem felst í því að sækja samkomur og mót? (f) þá blessun sem paradís á jörð mun færa okkur? (Jes. 11:9) (g) að fá að taka þátt í uppskerustarfinu sem stendur yfir? — Jóh. 4:35.
Hvaða jákvæðu viðbrögð hefur þú fengið frá ættingjum, kunningjum, fólki sem þú heimsækir reglulega og biblíunemendum sem hafa horft á þennan disk? Væri ekki þjóðráð að leyfa fleirum að horfa á diskinn á næstunni og heyra fagnaðarerindið? — Matt. 28:19, 20.