Hjálpum biblíunemendum að verða boðberar fagnaðarerindisins
1 Jesús veitti lærisveinum sínum mjög víðtækt starfsumboð eins og fram kemur í Matteusi 28:19,20. Þeim var falið að gera fleiri að lærisveinum sem áttu síðan að halda því starfi áfram. Þannig var lagður grunnur að því mikla boðunarstarfi sem er verið að framkvæma út um allan heim núna á tímum endalokanna. — Matt. 24:14.
2 Við getum kennt börnum okkar eða öðrum sem langar til að kynna sér efni Biblíunnar. Við viljum gjarnan aðstoða biblíunemendur okkar við að taka á sig þá ábyrgð að hjálpa öðrum að gerast lærisveinar Jesú Krists. — Lúk. 6:40.
3 Búum þá undir boðunarstarfið: Hvettu nemendur þína til að segja öðrum frá því sem þeir eru að læra. Segðu þeim uppörvandi frásögur af starfinu. Kenndu börnunum frá unga aldri að taka virkan þátt í boðunarstarfinu miðað við hæfni þeirra og getu. (Sálm. 148:12, 13) Sýndu í orði og verki hve mikils þú metur boðunarstarfið. — 1. Tím. 1:12.
4 Jehóva notar aðeins þá sem viðurkenna réttlátar meginreglur hans og fara eftir þeim. Nýir boðberar vita auðvitað ekki eins mikið og reyndir, vígðir og skírðir boðberar, en þeir verða að trúa undirstöðukenningum Biblíunnar og vera færir um að útskýra þær. (Sjá Skipulagður söfnuður bls. 79-82) Þeir verða að hafa sagt algerlega skilið við ‚Babýlon hina miklu‘, hætt öllum afskiptum af stjórnmálum og mæta reglulega á safnaðarsamkomur. — Opinb. 18:2, 4; Jóh. 17:16; Hebr. 10:24, 25.
5 Þegar þú telur að einhver af biblíunemendum þínum sé hæfur til að verða óskírður boðberi ættirðu að minnast á það við umsjónarmann í forsæti. Hann fær þá tvo öldunga til að hitta ykkur og skera úr um hvort biblíunemandinn sé hæfur til að verða óskírður boðberi í söfnuði Votta Jehóva. Síðan kemur það í þinn hlut að þjálfa biblíunemandann þegar hann fer með þér í boðunarstarfið.