Minnumst lausnargjaldsins með þakklátum huga
1, 2. Hvers vegna minnumst við lausnargjaldsins með þakklátum huga?
1 Laugardaginn 22. mars 2008 eftir sólsetur munu Vottar Jehóva hlýða boði Jesú Krists og minnast dauða hans. (Lúk. 22:19; 1. Kor. 11:23-26) Við gerum það vegna þakklætis fyrir allt sem var gert fyrir okkur á þessum degi fyrir 1975 árum. Jesús var ráðvandur þrátt fyrir sársaukafullan dauða á kvalastaur og helgaði þannig nafn föður síns og veitti fullkomið svar við ásökunum Satans. — Job. 1:11; Orðskv. 27:11.
2 Úthellt blóð Jesú innleiddi nýjan sáttmála sem gerði ófullkomnum mönnum kleift að verða ættleiddir synir Guðs og eiga í vændum að ríkja með Kristi á himnum. (Jer. 31:31-34; Mark. 14:24) Djúpur kærleikur Guðs til manna kom auk þess sterkt í ljós þegar hann var tilbúinn til að fórna Jesú, ástkærum syni sínum, eins og Jesús hafði sjálfur útskýrt fyrir Nikódemusi. — Jóh. 3:16.
3. Hvaða gagn hafa viðstaddir af minningarhátíðinni?
3 Bjóðum öðrum: Í Ríkisþjónustunni í janúar vorum við hvött til að skrifa niður á blað nöfn þeirra sem við ætlum að bjóða í eigin persónu. Ertu byrjaður að bjóða þeim sem eru á listanum þínum? Fyrsta mars hefst sérstakt átak til að bjóða fólki á minningarhátíðina. Hefurðu gert ráðstafanir til að geta tekið sem mestan þátt í því? Þeir sem koma á minningarhátiðina munu hlusta á biblíulega fræðslu sem getur byggt upp trú á lausnarfórnina og að lokum leitt til eilífs lífs. — Rómv. 10:17.
4. Af hverju ættum við að mæta snemma á minningarhátíðina?
4 Allir sem geta ættu að áforma að koma snemma til að taka vel á móti gestum sem þáðu sérstaka boðsmiðann. Fjölmennið á minningarhátíðinni gerir það að verkum að við þurfum að leggja okkur sérstaklega fram um að sinna nýjum og þeim sem koma af og til á samkomur.
5. Hvernig getum við undirbúið hjartað fyrir minningarhátíðina?
5 Undirbúum hjartað: Biblíulesturinn fyrir minningarhátíðina hefst 17. mars en áætlunina er að finna í bæklingnum Rannsökum daglega ritningarnar — 2008 og á dagatalinu. Með því að setja okkur inn í það sem gerðist dagana áður en Jesús var tekinn af lífi getum við undirbúið hjartað fyrir minningarhátíðina. (Esra. 7:10, NW) Þegar við hugleiðum efnið í bænarhug eykur það þakklæti okkar fyrir kærleikann sem Jehóva og sonur hans sýndu með lausnargjaldinu. — Sálm. 143:5.
6. Hvaða gagn höfum við af því að hugsa um lausnargjaldið með þakklátum huga?
6 Núna þegar minningarhátíðin nálgast ættum við að undirbúa okkur og áhugasama fyrir þennan mikilvæga atburð. Þegar við hugsum um lausnargjaldið með þakklátum huga styrkist samband okkar við Jehóva og son hans. (2. Kor. 5:14, 15) Það mun einnig vekja með okkur löngun til að líkja eftir þeim með því að sýna öðrum fórnfúsan kærleika. — 1. Jóh. 4:11.