Til minnis vegna minningarhátíðar
Öldungar ættu að huga að eftirfarandi í tengslum við minningarhátíðina:
◼ Gæta þarf þess að brauðið og vínið verði ekki borið fram fyrr en eftir sólsetur.
◼ Útvega skal rétta tegund brauðs og víns og hafa til reiðu. — Sjá Varðturninn 1. mars 2003, bls. 22-23.
◼ Koma skal með diska, glös, viðeigandi borð og borðdúk til salarins og setja fyrir fram á sinn stað.
◼ Þrífa á ríkissalinn eða annan samkomustað vel og vandlega fyrir hátíðina.
◼ Velja skal bræður til að hafa umsjón í sal og bræður til að bera fram brauðið og vínið, leiðbeina þeim fyrir fram um skyldustörf þeirra, hvernig þau skuli innt af hendi og nauðsyn þess að vera sómasamlega til fara.
◼ Gera skal ráðstafanir til að brauðið og vínið verði borið fram fyrir andasmurða bræður og systur sem geta ekki verið viðstödd vegna veikinda.
◼ Þegar ráðgert er að halda fleiri en eina minningarhátíð í sama ríkissal þarf að vera góð samvinna á milli safnaða svo að forðast megi óþarfa örtröð í anddyri, á gangstéttum og bílastæðum.
◼ Ef minningarhátíðin er ekki haldin í ríkissal þarf að gæta þess að hljóðkerfið sé viðunandi svo að allir viðstaddir heyri í ræðumanninum.