„Verðið þakklátir“
1 Þegar Jesús læknaði tíu líkþráa menn sneri aðeins einn þeirra aftur til að láta í ljós þakklæti sitt: Jesús spurði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu?“ (Lúk. 17:11-19) Það er mjög mikilvægt að sýna þakklæti fyrir sérhverja góða gjöf og sérhverja fullkomna gáfu sem himneskur faðir okkar, Jehóva Guð, veitir okkur vegna örlætis síns og kærleika. — Kól. 3:15; Jak. 1:17.
2 Fyrir hvað getum við verið þakklát? Við erum þakklát Guði fyrir lausnarfórnina, dýrmætustu gjöf hans til mannkynsins. (Jóh. 3:16) Við erum einnig þakklát fyrir að Jehóva skuli hafa dregið okkur til sín. (Jóh. 6:44) Og við höfum ástæðu til að vera þakklát fyrir eininguna í kristna söfnuðinum. (Sálm. 133:1-3) Þér kemur örugglega í hug margar aðrar gjafir frá Jehóva. Við viljum ekki verða eins og hinir vanþakklátu Ísraelsmenn sem gleymdu verkum Jehóva í þágu þeirra. — Sálm. 106:12, 13.
3 Sýnum þakklæti: Þótt líkþráu mennirnir tíu hafi líklega allir verið þakklátir fyrir það sem Jesús gerði lét aðeins einn þeirra í ljós þakklæti sitt. (Lúk. 17:15) Við sýnum þakklæti okkar með því að taka þátt í boðunarstarfinu af kappi. Ef við erum innilega þakklát fyrir allt sem himneskur faðir okkar hefur gert ætti okkur að langa til að líkja eftir kærleika hans og örlæti með því að tala um hann við aðra. (Lúk. 6:45) Kærleikur okkar og þakklæti til Jehóva mun vaxa þegar við tölum við aðra um ‚dásemdarverk hans og áform hans oss til handa‘. — Sálm. 40:6.
4 Hvetjum aðra til að sýna þakklæti: Við ættum að vera vakandi fyrir því að kenna börnum okkar og biblíunemendum að vera þakklát. Foreldrum gefast mörg tækifæri til þess, til dæmis þegar þeir tala við börnin um sköpunarverk Jehóva. (Rómv. 1:20) Og við gætum spurt biblíunemanda okkar: „Hvað segir þetta okkur um hvers konar persóna Jehóva er?“ Þegar þakklæti nemandans eykst vex kærleikur hans til Guðs og hann verður staðráðinn í að gleðja Guð.
5 Á þessum síðustu dögum eru margir vanþakklátir. (2. Tím. 3:1, 2) Þess vegna gleður það Jehóva að sjá dygga þjóna sína láta í ljós þakklæti með því að taka þátt í boðunarstarfinu af brennandi áhuga. — Jak. 1:22-25.