Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.08 bls. 8
  • Hughreystum syrgjendur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hughreystum syrgjendur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • Hughreysting frá ‚Guði allrar huggunar‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Huggaðu raunamædda
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Notum nýju bæklingana vel
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • „Grátið með grátendum“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 4.08 bls. 8

Hughreystum syrgjendur

1. Hvers vegna þurfa syrgjendur á huggun að halda?

1 Það er mikið áfall að missa ástvin, sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki vonina um Guðsríki. (1. Þess. 4:13) Margir spyrja sig: Hvers vegna deyjum við? Hvað verður um fólk þegar það deyr? Á ég einhvern tíma eftir að sjá ástvini mína aftur? Hér á eftir koma nokkrar tillögur um það hvernig við getum hughreyst fólk sem við hittum í boðunarstarfinu, sérstaklega þá sem syrgja látinn ættingja eða vin. — Jes. 61:2.

2. Ættum við alltaf að reyna að vitna rækilega fyrir húsráðanda sem segist nýlega hafa misst ástvin?

2 Hús úr húsi: Ef til vill segir húsráðandi okkur að einhver í fjölskyldunni hafi nýlega dáið. Er hann í tilfinningalegu uppnámi? Er fjöldi syrgjandi ættingja á heimilinu? Þá gæti verið ráðlegt að stoppa stutt og bíða með að vitna rækilega fyrir húsráðanda. (Préd. 3:1, 7) Við getum ef til vill vottað honum samúð okkar, gefið honum viðeigandi smárit, blað eða bækling og kvatt hann kurteislega. Síðan getum við komið aftur á hentugri tíma til að sýna honum hughreystandi orð úr Biblíunni.

3. Hvaða ritningarstaði gætum við lesið fyrir syrgjandi húsráðanda ef aðstæður leyfa?

3 Við önnur tækifæri gæti okkur fundist viðeigandi að ræða örlítið lengur við húsráðanda í fyrstu heimsókn. Þótt þetta sé ekki rétti tíminn til að hrekja ranghugmyndir gætum við engu að síður lesið hvað Biblían segir um upprisuna. (Jóh. 5:28, 29) Við gætum líka sýnt honum hvað Biblían segir um ástand hinna dánu. (Préd. 9:5, 10) Það getur líka verið hughreystandi að ræða um frásögu úr Biblíunni af upprisu. (Jóh. 11:39-44) Auk þess væri hægt að lesa orð Jobs þar sem hann lætur í ljós trú sína á upprisuna. (Job. 14:14, 15) Áður en við kveðjum húsráðanda gætum við boðið honum bæklinginn Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Þegar ástvinur deyr eða annað rit sem við á. Við gætum líka skilið eftir bókina Hvað kennir Biblían?, vakið athygli á 6. kaflanum og gert síðan ráðstafanir til að koma aftur og ræða meira um þetta efni.

4. Við hvaða önnur tækifæri getum við hughreyst syrgjendur?

4 Við önnur tækifæri: Ef útför eða minningarathöfn er haldin í ríkissalnum er gott að spyrja sig hvort einhverjir aðrir en vottar Jehóva verði viðstaddir. Hægt væri að hafa á boðstólnum hughreystandi rit sem þeir geta fengið. Sumar útfararstofur hafa kunnað vel að meta að eiga viðeigandi rit til að gefa syrgjandi fjölskyldum. Stundum hafa dánartilkynningar í dagblöðum gefið mönnum tækifæri til að skrifa stutt og hughreystandi bréf til syrgjandi fjölskyldna. Ekkill nokkur fékk slíkt bréf ásamt nokkrum smáritum. Í kjölfarið fór hann með dóttur sinni heim til boðberans og spurði: „Sendir þú mér þetta bréf? Mig langar til að vita meira um Biblíuna!“ Maðurinn og dóttirin þáðu biblíunámskeið og byrjuðu að sækja safnaðarsamkomur.

5. Hvers vegna ættum við að vera vakandi fyrir tækifærum til að hughreysta syrgjendur?

5 Í Prédikaranum 7:2 segir: „Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veislusal.“ Syrgjendur eru yfirleitt fúsari til að hlusta á orð Guðs en þeir sem hugsa aðeins um að skemmta sér. Við ættum öll að vera vakandi fyrir hentugum tækifærum til að hughreysta þá sem syrgja látinn ástvin.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila