Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.08 bls. 1
  • „Takið á yður mitt ok“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Takið á yður mitt ok“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • ‚Finnið endurnæring sálum ykkar‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • „Mitt ok er ljúft og byrði mín létt“
    Námsgreinar úr Varðturninum
  • Jesús veitti endurnæringu
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
  • „Komið til mín ... og ég mun veita yður hvíld“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 5.08 bls. 1

„Takið á yður mitt ok“

1 Í heimi, sem einkennist af álagi og kvíða, er mjög endurnærandi að þiggja hlýlegt boð Jesú um að ganga undir ok hans og finna sálum okkar hvíld. (Matt. 11:29, 30) Að taka á okkur það ok að vera lærisveinn Jesú felur í sér að taka upp starf sem er bæði áskorun fyrir okkur og endurnærandi. Þetta starf er fólgið í því að boða fagnaðarerindið um Guðsríki og hjálpa öðrum að finna sálum sínum hvíld undir ljúfu oki Jesú. — Matt. 24:14; 28:19, 20.

2 Endurnæring sem fylgir boðunarstarfinu: Jesús bað fylgjendur sína ekki um að bæta oki sínu ofan á þær byrðar sem hvíldu á þeim. Hann bauð þeim létt ok í stað þess þunga sem þeir höfðu. Við erum ekki lengur þjökuð af áhyggjum og vonleysi þessa heims. Og við stritum ekki heldur fyrir fallvöltum auði. (Lúk. 21:34; 1. Tím. 6:17) Þó að við séum önnum kafin og þurfum að vinna fyrir daglegum nauðsynjum látum við tilbeiðslu okkar á Guði ganga fyrir öðru. (Matt. 6:33) Ef við gerum okkur alltaf grein fyrir því hvað er mikilvægast verður boðunarstarfið aldrei byrði heldur endurnærandi. — Fil. 1:10.

3 Við höfum auðvitað mesta ánægju af því að tala um það sem er hjartanu kærast. (Lúk. 6:45) Jehóva og blessunin, sem hann lofar að veita fyrir atbeina ríkis síns, er öllum kristnum mönnum kær. Það er því sérlega endurnærandi að gleyma áhyggjum hversdagsins um stund og boða „fagnaðarerindið um hið góða“. (Rómv. 10:15) Æfingin skapar meistarann og því færari sem við verðum því ánægjulegra verður starf okkar. Boðunarstarfið endurnærir okkur því enn meir ef við getum notað aukinn tíma í það. Og það er einstaklega hvetjandi fyrir okkur þegar við sjáum fólk taka vel við boðskapnum sem við færum því. (Post. 15:3) Jafnvel þó að við mætum andstöðu og áhugaleysi er boðunarstarfið andlega endurnærandi fyrir okkur ef við höfum hugfast að viðleitni okkar gleður Jehóva og að sá árangur sem við sjáum er blessun hans að þakka. — Post. 5:41; 1. Kor. 3:9.

4 Með því að þiggja boð Jesú njótum við þess heiðurs að vinna með honum sem vottar Jehóva. (Jes. 43:10; Opinb. 1:5) Betri hvíld og endurnæringu er varla hægt að fá.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila