Við erum að brjóta niður vígi
1 Í þúsundir ára hefur Satan blindað hjörtu og hugi margra með því að nota falskenningar og blekkingar. Hann hefur breitt út kenningar eins og um þrenningu, ódauðleika sálarinnar og helvíti. Hann kemur á framfæri efasemdum um að til sé skapari og að Guð sé höfundur Biblíunnar. Kynþáttafordómar og þjóðerniskennd eru önnur ógnvekjandi vígi sem hindra fólk í að sjá ljósið frá fagnaðarerindinu. (2. Kor. 4:4) Hvernig getum við brotið niður slík vígi? — 2. Kor. 10:4, 5.
2 Tilfinningamál: Rótgrónar trúarskoðanir snerta oft dýpstu tilfinningar fólks. Sumir hafa trúað ósönnum kenningum allt frá barnæsku. Til þess að hjálpa þeim verðum við með tali okkar að sýna að við virðum skoðanir þeirra. — 1. Pét. 3:15.
3 Við virðum fólk með því að leyfa því að útskýra hverju það trúir og hvers vegna. (Jak. 1:19) Kannski trúir það að sálin sé ódauðleg vegna þess að það hefur misst ástvin og langar að hitta hann aftur. Kannski heldur fólk upp á hátíðisdaga til að njóta tækifæranna sem bjóðast til að vera með fjölskyldu sinni. Með því að hlusta á fólk skiljum við betur tilfinningar þess og við eigum auðveldara með að gefa árangursrík svör. — Orðskv. 16:23.
4 Líkjum eftir Jesú: Jesús lét okkur eftir frábært fordæmi þegar hann svaraði spurningum lögvitrings nokkurs. Jesús svaraði honum ekki beint því að maðurinn hefði getað hafnað svarinu vegna þess að trúarskoðanir hans stóðu hjarta hans næst. Í stað þess vitnaði Jesús í Biblíuna, bauð honum að segja skoðun sína og notaði dæmisögu til að hjálpa honum að draga rétta ályktun. — Lúk. 10:25-37.
5 Orð Guðs getur fengið fólk til að segja skilið við rótgrónar falskenningar. (Hebr. 4:12) Með því að vera þrautseig og höfða til hjartans getum við hjálpað fólki að hafna falstrú og kynnast sannleikanum sem gerir það frjálst.— Jóh. 8:32.