Ný dagskrá fyrir sérstaka mótsdaginn
Stef sérstaka mótsdagsins fyrir þjónustuárið 2009 er: „Gættu þjónustunnar . . . og ræktu hana vel.“ Það er byggt á Kólossubréfinu 4:17. Við sem erum kristin tökum þessa hvatningu alvarlega. Markmið okkar er að sinna þjónustunni trúfastlega eins og Jesús gerði. (Jóh. 17:4) Páll postuli var líka frábær fyrirmynd fyrir okkur því að hann var staðráðinn í að fullna þjónustu sína. — Post. 20:24.
Í ræðum farandhirðisins fáum við að heyra hvernig boðberar sigrast á ýmsu sem getur tálmað þeim að boða fagnaðarerindið. Í ræðunni „Hlúðu að því sem þú hefur gróðursett“ verður rætt um hvernig við getum hjálpað þeim sem ‚hneigjast til eilífs lífs‘. (Post. 13:48, NW) Fulltrúi deildarskrifstofunnar mun fara vers fyrir vers yfir 2. Korintubréf 6:1-10 í ræðunni „Hvernig látum við sjást að við erum þjónar Guðs“. Síðdegis ræðir hann um efnið „Metum boðunarstarfið mikils“. Ræðurnar „Ungir og aldnir hafa ánægju af þjónustunni“ og „Unglingar sem rækja þjónustuna vel“ munu án efa uppörva okkur og hvetja. Þeir sem vilja tákna með vatnsskírn að þeir hafi vígst Guði ættu að láta umsjónarmann í forsæti vita eins fljótt og hægt er. Mikilvægur þáttur á öllum umdæmis- og svæðismótum er yfirferð yfir námsefni vikunnar með hjálp Varðturnsins. Munið að taka með ykkur blaðið sem á að fara yfir í vikunni sem sérstaki mótsdagurinn er haldinn.
Við viljum sinna þjónustunni vel og reynum þess vegna að láta ekki afþreyingu og ýmis áhugamál skyggja á það sem Jehóva hefur falið okkur að gera. Sú hvatning sem við munum fá á sérstaka mótsdeginum ætti að vekja okkur öll til vitundar um hvað við þurfum að gera til að hafa rétta forgangsröð og rækja þjónustuna vel.