Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.08 bls. 4
  • Notarðu það til hins ýtrasta?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notarðu það til hins ýtrasta?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • Ný greinaröð til að hefja biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Til lesenda
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Gagnleg greinaröð fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Spennandi breytingar á Varðturninum
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 8.08 bls. 4

Notarðu það til hins ýtrasta?

1 „Ég er mjög spennt að byrja að nota það í starfinu!“ Þetta skrifaði systir nokkur eftir að hafa lesið fyrsta tölublað Varðturnsins 2008. Hefur þú kynnt þér greinaflokkana í almennu útgáfunni og fundið út hvernig þú getur notað þá í boðunarstarfinu?

2 „Lærum af Jesú“: Þessi greinaflokkur gæti komið að góðum notum við að hefja biblíunámskeið. Prófaðu að lesa heiti greinarinnar fyrir húsráðanda og beina síðan athygli hans að því sem Jesús sagði um málið og kemur fram í fyrstu efnisgreininni. Ef húsráðandi sýnir áhuga reyndu þá að halda samræðunum áfram með því að nota feitletruðu spurningarnar í greininni. Fáðu viðmælandann til að tjá sig um svarið. Ef myndirnar tengjast efnisgreininni sem þú ert að lesa skaltu stuttlega útskýra þær og snúa þér svo að næstu efnisgrein. Hugsanlegt er að þér takist að fara yfir hálfa greinina í fyrstu heimsókn og þá geturðu rætt um seinni helminginn í næsta skipti. Búðu þig undir að nota bókina Hvað kennir Biblían? til að halda umræðunum áfram.

3 „Farsælt fjölskyldulíf“: Þessari greinaröð er ætlað að benda hjónum og foreldrum á hvernig meginreglur Biblíunnar geti hjálpað þeim þegar upp koma vandamál sem ógna heimilisfriðinum. Það má líka sýna þeim, sem ekki eru vottar Jehóva, þessar greinar til að vekja athygli þeirra á viskunni sem er að finna í Biblíunni. — 2. Tím. 3:16, 17.

4 Greinaflokkar fyrir ungt fólk: Greinarnar „Fyrir unga lesendur“ eru þannig úr garði gerðar að lesandinn lifi sig inn í ákveðna frásögu í Biblíunni og dragi lærdóm af henni. Þegar við hittum ungt fólk í boðunarstarfinu getum við sýnt því þessar greinar og bent á hve gagnlegt sé að kynna sér orð Guðs. (Sálm. 119:9, 105) En ef þú hittir foreldra gætirðu vakið athygli þeirra á greinaröðinni „Kenndu börnunum“. Það er lærdómsríkt fyrir börn að kynnast fólkinu sem sagt er frá í Biblíunni. Hefurðu gefið þér tíma til að lesa þessar greinar með börnunum þínum?

5 Aðrir greinaflokkar: Í greinaröðinni „Lesendur spyrja“ er leitast við að svara spurningum sem kunna að vakna hjá þeim sem ekki eru vottar. Þú gætir lagt áherslu á þessa grein þegar þú býður blöðin hús úr húsi. Greinaflokkurinn „Bréf frá . . . “ hefur að geyma frásagnir trúboða og annarra af því sem þeir þurfa að glíma við í þjónustu sinni. Með þessum greinum er hægt að sýna áhugasömum fram á að fagnaðarerindið sé boðað um alla jörð, í samræmi við spádóm Jesú um nærveru sína. — Matt. 24:3, 14.

6 Greinaröðin „Nálægðu þig Guði“ byggist á biblíulestraráætlun Boðunarskólans og gæti vakið löngun hjá einlægu fólki til að vilja vita meira um Jehóva. Greinaflokkurinn „Líkjum eftir trú þeirra“ hjálpar lesandanum að lifa sig inn í frásögur Biblíunnar og sjá persónurnar ljóslifandi fyrir sér með því að kynnast trú þeirra, ákvörðunum og erfiðleikum.

7 Finnst okkur ekki ánægjulegt að fá almenna Varðturninn fjórum sinnum á ári fullan af efni sem er samið til að nota í boðunarstarfinu? Við skulum fyrir alla muni kynna okkur efni Varðturnsins vel og nota það til hins ýtrasta í boðunarstarfinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila