Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn apríl-júní
„Heldurðu að öll trúarbrögð séu Guði velþóknanleg? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem Jesús segir hérna. [Lestu Matteus 15:8, 9.] Í þessari grein er rætt um það hvort Guð viðurkenni hvaða trúarbrögð sem er.“ Sýndu greinina á bls. 9.
Varðturninn apríl-júní
„Heldurðu að Guði standi á sama um þær skemmdir sem verið er að vinna á umhverfi okkar? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Opinberunarbókina 11:18.] Í þessari grein er bent á rök Biblíunnar fyrir því að við getum litið framtíð jarðar björtum augum.“ Bentu á greinina á bls. 26.
Vaknið! apríl-júní
„Margir trúa að framtíð okkar sé ákveðin fyrir fram. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Samkvæmt þessu versi getum við valið. [Lestu 5. Mósebók 30:19.] Í þessari grein er kannað hvort Guð ákveði framtíð okkar fyrir fram.“ Sýndu greinina sem byrjar á blaðsíðu 12.
Vaknið! apríl-júní
„Margir hafa töluverðar áhyggjur af peningum, ekki síst eins og efnahagsástandið er núna. Hvað finnst þér um stöðu mála? [Gefðu kost á svari.] Mig langar til að sýna þér góð ráð sem er að finna í Biblíunni. [Lestu 1. Tímóteusarbréf 6:8, 10.] Í þessu blaði er bent á fleiri góð ráð í Biblíunni sem geta hjálpað fólki að fara skynsamlega með peninga og hafa hugarfrið.“