Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.09 bls. 1
  • Þjónustan endurspeglar kærleika okkar til Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustan endurspeglar kærleika okkar til Guðs
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Elskaðu Guð því að hann elskar þig
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Kærleikur – dýrmætur eiginleiki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Uppbyggist í kærleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Þú skalt elska Jehóva, Guð þinn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 6.09 bls. 1

Þjónustan endurspeglar kærleika okkar til Guðs

1. Hvað gerði Jesús vegna kærleika síns til Guðs?

1 Kærleikurinn fékk Jesú til að þjóna Guði. Allt sem Jesús gerði í þjónustunni er óhrekjandi vitnisburður um kærleika hans til Jehóva. Jesús sagði: „Heimurinn á að sjá að ég elska föðurinn og geri eins og faðirinn hefur boðið mér.“ (Jóh. 14:31) Sem fylgjendur Krist höfum við þann heiður að sýna kærleika okkar til Guðs með þjónustu okkar. — Matt. 22:37; Ef. 5:1, 2.

2. Hvaða áhrif hefur kærleikur okkar til Jehóva á þjónustuna?

2 „Helgist þitt nafn“: Þegar við nýtum af kostgæfni öll tækifæri til að tala við aðra um Jehóva og ríki hans sýnum við kærleika okkar til hans. Við erum í raun að stuðla að því að nafn hans verði helgað. (Sálm. 83:19; Esek. 36:23; Matt. 6:9) Þjónusta okkar endurspeglar, líkt og þjónusta Jesú, að við þráum að nafn Jehóva verði helgað og vilji hans gerður. — Matt. 26:39.

3. Hvernig getur kærleikur okkar til Jehóva hjálpað okkur að yfirstíga hindranir?

3 Við yfirstígum hindranir vegna kærleikans: Kærleikurinn til Jehóva gerir okkur kleift að yfirstíga hvaða hindrun sem er. (1. Kor. 13:4, 7) Jesús stóð oft frammi fyrir aðstæðum sem hefðu getað hindrað hann í að þjóna Guði. En djúpur kærleikur og löngun hans að gera vilja Jehóva gerði honum kleift að sigrast á hvaða vandamáli sem var. (Mark. 3:21; 1. Pét. 2:18-23) Við mætum einnig mörgum áskorunum sem kærleikur okkar til Guðs getur hjálpað okkur að sigrast á. Ef við líkjum náið eftir fordæmi Krists getum við óhrædd gert okkar besta í þjónustunni. Við sýnum kærleika okkar til Jehóva með því að sinna þjónustunni eins vel og hægt er þrátt fyrir heilsubrest, háan aldur, mótstöðu innan fjölskyldunnar eða áhugaleysi meðal almennings.

4. Hvaða tækifæri höfum við sem elskum Jehóva?

4 Kærleikurinn getur áorkað miklu og við höfum þann heiður að mega endurspegla heilshugar kærleika okkar til Guðs í þjónustunni. (1. Kor. 13:13) Við nálgumst óðfluga þann tíma þegar nafn Jehóva verður helgað í eitt skipti fyrir öll. Við biðjum þess að elska okkar „aukist enn þá meir“. — Fil. 1:9; Matt. 22:36-38.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila