Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.09 bls. 2
  • Undirbúum okkur vel þegar við kennum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Undirbúum okkur vel þegar við kennum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Hjálpum biblíunemendum okkar að verða hæfir til skírnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Náðu til hjarta biblíunemanda þíns
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Að stjórna heimabiblíunámi
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 6.09 bls. 2

Undirbúum okkur vel þegar við kennum

1. Af hverju ættum við að leggja áherslu á að ná til hjarta nemandans þegar við höldum biblíunámskeið?

1 Þegar við höldum biblíunámskeið þurfum við að vera vel undirbúin ef við ætlum að vekja löngun hjá nemandanum til að þjóna Jehóva. Viðleitni okkar ber árangur ef við kennum nemandanum að meta að verðleikum sannindi Biblíunnar. Það hvetur nemandann til að taka framförum. (5. Mós. 6:5; Orðskv. 4:23; 1. Kor. 9:26) En hvernig förum við að þessu?

2. Hvernig getur bæn hjálpað okkur við undirbúning fyrir biblíunámskeið?

2 Undirbúðu þig í bænarhug: Jehóva gefur vöxtinn og lætur boðskapinn ná til hjarta nemandans. Þegar við undirbúum okkur fyrir biblíunámskeið er því við hæfi að biðja fyrir nemandanum og þörfum hans. (1. Kor. 3:6; Jak. 1:5) Slík bæn getur líka hjálpað okkur að skilja hvernig við getum enn frekar fyllt hjarta nemandans „að þekkingu“ á vilja Jehóva. — Kól. 1:9, 10.

3. Hvernig getum við undirbúið okkur með nemandann í huga?

3 Taktu tillit til nemandans: Jesús vissi að áhrifarík kennsla krefst þess að taka tillit til áheyrenda. Hann var að minnsta kosti tvisvar spurður sömu spurningar; „Hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús svaraði ekki eins í bæði skiptin þegar hann var spurður. (Lúk. 10:25; 18:18-20) Við ættum að hafa nemandann í huga þegar við undirbúum okkur. Hvaða ritningarstaði, sem vísað er í, ætlum við að lesa með honum? Hversu mikið efni ætlum við að fara yfir? Hvaða atriði í kennslunni getur reynst nemandanum erfitt að skilja eða sætta sig við? Ef við sjáum fyrir spurningar, sem er líklegt að beri á góma, ættum við að vera undir það búin að gefa gott svar við þeim.

4. Hvað er fólgið í góðum undirbúningi?

4 Farðu yfir efnið: Engu máli skiptir hversu oft við höfum farið yfir visst efni áður, við förum yfir það í fyrsta skiptið með þessum ákveðna nemanda. Ef við ætlum að ná til hjarta hans er góður undirbúningur nauðsynlegur fyrir hverja námsstund. Það þýðir að við verðum að gera það sem við hvetjum nemendurna til að gera. Farðu yfir efnið, meðal annars ritningarstaði sem vísað er í, með nemandann í huga og strikaðu undir lykilatriði. — Rómv. 2:21, 22.

5. Hvernig getum við líkt eftir Jehóva?

5 Jehóva hefur mikinn áhuga á framförum hvers og eins biblíunemanda. (2. Pét. 3:9) Með því að taka okkur tíma til að undirbúa okkur fyrir hverja einustu námsstund sýnum við sömu umhyggju og hann.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila