Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.09 bls. 3-4
  • Mikilvægi þess að vitna fyrir karlmönnum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Mikilvægi þess að vitna fyrir karlmönnum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Að vera hamingjusamur þó að makinn sé ekki í trúnni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Geturðu hjálpað vantrúuðum maka einhvers í söfnuðinum að kynnast sannleikanum?
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Sannleikurinn ,færir ekki frið heldur veldur sundrungu‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Viturleg ráð til hjóna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 8.09 bls. 3-4

Mikilvægi þess að vitna fyrir karlmönnum

1. Á hverju er þörf til að hægt sé að annast safnaðarstarfið?

1 Eftir því sem fagnaðarerindið breiðist út á þessum síðustu dögum eykst þörfin á hæfum andlegum mönnum til þess að taka forystuna í safnaðarstarfinu. (Mark. 4:30-32; Post. 20:28; 1. Tím. 3:1-13) Þó er það svo að sums staðar í heiminum taka færri karlmenn en konur við boðskapnum um ríkið. Í sumum menningarsamfélögum kjósa menn heldur að láta konurnar sjá um andleg málefni fjölskyldunnar og trúarlegt uppeldi barnanna. Hvernig getum við hvatt fleiri karlmenn til að skynja andlega þörf sína og sameinast okkur í sannri tilbeiðslu?

2. Hvaða góða árangur bar það að Páll og Pétur skyldu vitna fyrir karlmönnum?

2 Vitnum fyrir karlmönnum: Þegar fjölskyldufaðir tekur við sannleikanum verður það oft til þess að aðrir í fjölskyldunni sameinast honum í hreinni tilbeiðslu. Tökum dæmi: Þegar Páll og Sílas sátu í fangelsi vegna prédikunar sinnar vitnuðu þeir fyrir fangaverði. Hann og allt heimilisfólk hans létu skírast. (Post. 16:25-34) Prédikun Páls í Korintu leiddi til þess að „Krispus samkundustjóri tók trú á Drottin og allt heimili hans“. (Post. 18:8) Undir handleiðslu Jehóva vitnaði Pétur fyrir Kornelíusi hundraðshöfðingja, en hann var „trúmaður og guðrækinn,“ samkvæmt Biblíunni. Kornelíus lét skírast ásamt ættingjum sínum og nánum vinum. — Post. 10:1-48.

3. Hvaða ‚hátt settu‘ mönnum gætir þú vitnað fyrir, líkt og Filippus gerði?

3 Þegar við vitnum fyrir ‚hátt settum‘ mönnum getur það haft víðtæk áhrif. (1. Tím. 2:1, 2) Engill Jehóva sagði Filippusi til dæmis að fara og tala við ‚háttsettan hirðmann‘ sem var settur yfir allar fjárhirslur drottningar Eþíópíu. Filippus heyrði manninn vera „að lesa Jesaja spámann“ og útskýrði fyrir honum fagnaðarerindið um Jesú. Þessi eþíópíski maður varð lærisveinn og prédikaði að öllum líkindum fagnaðarerindið á leið sinni til heimalandsins. Hann gæti einnig hafa vitnað fyrir drottningunni og hirðmönnum hennar, fólki sem annars hafði takmörkuð tækifæri til að heyra fagnaðarerindið. — Post. 8:26-39.

4. Hvernig getum við stuðlað að því að karlmenn fái fleiri tækifæri til að heyra fagnaðarerindið?

4 Náum til fleiri karlmanna: Gætir þú breytt stundarskrá þinni og notað meiri tíma í starfinu á kvöldin, um helgar eða á frídögum, þar sem karlmenn eru yfirleitt í vinnu á daginn? Ef þú tekur reglulega þátt í fyrirtækjastarfinu færðu aukin tækifæri til að vitna fyrir mönnum sem eru sjaldan heima. Bræður gætu einnig gert sér sérstakt far um að vitna óformlega fyrir karlmönnum sem þeir vinna með. Í boðunarstarfinu hús úr húsi, sérstaklega á svæðum þar sem oft er vitnað, gætu bræður stundum beðið um að fá að tala við húsbóndann á heimilinu.

5. Hvernig ætti systir að fara að ef hún hittir karlmann sem sýnir fagnaðarboðskapnum áhuga?

5 Ef systir hittir karlmann, sem sýnir fagnaðarboðskapnum áhuga, ætti hún ekki að fara ein til hans aftur. Hún gæti tekið eiginmann sinn með eða annan boðbera. Ef maðurinn sýnir áframhaldandi áhuga er yfirleitt best að láta hæfan bróður halda áfram að heimsækja hann.

6. Hvernig getum við líkt eftir fordæmi Páls postula til „að ávinna sem flesta“?

6 Veldu umræðuefni sem vekur áhuga karlmanna: Páll postuli tók til íhugunar hverjir áheyrendur hans voru og aðlagaði umræðuefni sitt að þeim „til þess að ávinna sem flesta“. (1. Kor. 9:19-23) Við ættum sömuleiðis að hugleiða hvaða umræðuefni myndi líklega vekja áhuga þeirra karlmanna sem við hittum í starfinu og undirbúa okkur samkvæmt því. Karlmenn hafa til dæmis oft áhyggjur af efnahagserfiðleikum og stjórnarfari og þeim er umhugað um öryggi og velferð fjölskyldunnar. Umræðuefni um tilgang lífsins, framtíð jarðarinnar og hvers vegna Guð leyfir þjáningar gætu einnig höfðað til þeirra. Kynning okkar á fagnaðarboðskapnum gæti hlotið betri hljómgrunn ef við sýnum slíkt innsæi. — Orðskv. 16:23.

7. Hvernig geta allir í söfnuðinum haft jákvæð áhrif á vantrúaðan eiginmann sem kemur á samkomu?

7 Að nálgast vantrúaða eiginmenn: Jafnvel þótt góð hegðun trúsystra okkar hafi oft mikil áhrif á vantrúaða eiginmenn þeirra geta aðrir í söfnuðinum einnig haft jákvæð áhrif. (1. Pét. 3:1-4) Þegar eiginmaður, sem er ekki í trúnni, kemur með konu sinni á samkomu geta hlýlegar móttökur safnaðarins verið kraftmikill vitnisburður. Koma hans gefur sennilega til kynna að hann hafi einhvern áhuga á sannleikanum og gæti verið fús til að þiggja biblíunámskeið.

8. Hvernig geta bræður nálgast vantrúaða eiginmenn sem hafa sýnt sannleikanum lítinn áhuga?

8 Aftur á móti sýna sumir eiginmenn lítinn áhuga á Biblíunni í byrjun, en þeir gætu verið fúsir til að ræða biblíuleg málefni við bróður sem þeim finnst gott að tala við. Þegar bræður í söfnuði nokkrum heimsóttu fjölskyldu, sem var trúarlega skipt, gerðu þeir sér sérstakt far um að spjalla við vantrúaða eiginmanninn um hluti sem hann hafði áhuga á. Þetta leiddi til þess að þeir fóru með tímanum að ræða um andleg mál og nú er eiginmaðurinn skírður bróðir. Í öðru tilfelli hjálpaði bróðir vingjarnlegum, vantrúuðum eiginmanni að smíða grindverk í kringum húsið hans. Með því að sýna honum einlægan áhuga á þennan hátt gat hann komið af stað biblíunámskeiði. (Gal. 6:10; Fil. 2:4) Ef þú ert bróðir í söfnuðinum, hvers vegna ekki að reyna að nálgast einn eða fleiri vantrúaða eiginmenn?

9. Hvaða árangur getur hlotist af því að þjálfa menn fyrir ábyrgðarstörf innan safnaðanna?

9 Að þjálfa karlmenn til ábyrgðarstarfa: Karlmenn, sem taka við sannleikanum um ríkið og sækjast eftir ábyrgðarstörfum í þjónustunni við Jehóva, gætu seinna orðið kristnir öldungar eða „gjafir“ í mynd manna, og notað krafta sína og hæfni söfnuðum Jehóva til góðs. (Ef. 4:8; Sálm. 68:19) Slíkir menn gæta safnaðarins fúslega og leiða hann af kappsemi. (1. Pét. 5:2, 3) Þeir eru mikil blessun fyrir allt bræðrafélagið.

10. Hvernig var það mörgum til góðs að Ananías hjálpaði Páli að taka við sannleikanum?

10 Sál varð til að mynda „postuli heiðingja“ þótt hann hafi áður ofsótt sannkristna menn. (Rómv. 11:13) Lærisveinninn Ananías færðist í byrjun undan því að vitna fyrir Sál vegna þessa. Samt sem áður fylgdi Ananías leiðbeiningum Jesú og talaði við manninn sem seinna varð Páll postuli. Þúsundir manna hlustuðu á vitnisburð Páls og höfðu gagn af þjónustu hans. Og enn þann dag í dag gagnast kennsla hans milljónum manna sem lesa innblásin bréf hans í Biblíunni. — Post. 9:3-19; 2. Tím. 3:16, 17.

11. Hvers vegna ættum við að aðlaga starf okkar að því að vitna fyrir karlmönnum?

11 Við skulum því gera það sem þarf til þess að ná betur til karlmanna í boðunarstarfinu. Þegar við vinnum að þessu markmiði getum við verið viss um að Jehóva blessi viðleitni okkar til að gera vilja hans og setja þarfir Guðsríkis í fyrsta sæti.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila