Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.09 bls. 1
  • Hvernig svarar þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig svarar þú?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Listin að svara spurningum
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Líkjum eftir kennaranum mikla
    Námsgreinar úr Varðturninum
  • Að beita spurningum
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Tökum framförum í að boða trúna – beitum spurningum á áhrifaríkan hátt
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 9.09 bls. 1

Hvernig svarar þú?

1. Hvers vegna eigum við að líkja eftir Jesú þegar við erum spurð spurninga?

1 Fram á þennan dag dáist fólk að því hvernig Jesús svaraði spurningum. Þegar við erum spurð ýmiss konar spurninga í boðunarstarfinu er gott fyrir okkur að taka hann til fyrirmyndar. — 1. Pét. 2:21.

2. Hvað getum við gert til þess að svar okkar verði árangursríkt?

2 Fyrst skulum við hlusta: Jesús velti fyrir sér hvað spyrjandinn hafði í huga. Til að gera það getum við þurft að spyrja spurninga til að vera viss um hvað spyrjandinn hafi raunverulega í huga. Sá sem spyr: „Trúir þú á Jesú?“ er kannski aðeins að velta fyrir sér af hverju þú haldir ekki jólin hátíðleg. Ef þú áttar þig á hvað vakir raunverulega fyrir honum geturðu rökrætt við hann á árangursríkan hátt. — Lúk. 10:25-37.

3. Hvaða hjálpargögn höfum við til að finna biblíuleg svör sem duga?

3 Svörum með hjálp Biblíunnar: Venjulega er best að sýna hvernig spurningunni er svarað í Biblíunni. (2. Tím. 3:16, 17; Hebr. 4:12) Bókin Reasoning from the Scriptures (Rökræðubókin) og bæklingurinn Umræðuefni úr Biblíunni hafa reynst gagnleg hjálpartæki í leit að rétta svarinu. Þó að spyrjandinn viðurkenni ekki Biblíuna sem heimild gætirðu vinsamlega bent á hvað kennt er í henni. Hvettu viðmælandann til að hugleiða alvarlega visku Biblíunnar sem hefur alltaf reynst áreiðanleg. Með því að líkja eftir Jesú verða svör þín eins og „gullepli í silfurskálum“ — virðuleg, falleg og verðmæt. — Orðskv. 25:11.

4. Undir hvaða kringumstæðum er best að svara ekki öllum spurningum?

4 Eigum við að svara öllum spurningum? Ef þú getur ekki svarað spurningu skaltu vera ófeiminn að segja: „Ég veit það ekki en ég get leitað svars við spurningunni og komið aftur og kynnt þér niðurstöðuna.“ Slík hógværð og persónulegur áhugi gæti orðið til þess að húsráðandinn bæði þig um að koma aftur. Ef þig grunar að spurningin komi frá andstæðingum sem reyna að koma af stað deilum skaltu líkja eftir Jesú og gefa takmarkað svar. (Lúk. 20:1-8) Og ef einhver sem hefur ekki einlægan áhuga á sannleikanum reynir að fá þig til að karpa slíttu þá kurteislega samræðunum og notaðu tímann til að leita að einlægu fólki. — Matt. 7:6.

5. Hvernig getum við líkt eftir Jesú þegar við svörum spurningum?

5 Jesús vissi að nauðsynlegt væri að treysta á Jehóva til að vinna verkið sem honum var falið, það er að segja að ‚bera sannleikanum vitni‘. Það fólst meðal annars í því að svara spurningum sem voru bornar fram af einlægum huga. (Jóh. 18:37) Það er mikill heiður fyrir okkur að mega líkja eftir Jesú þegar við svörum þeim sem ‚ætlaðir eru til eilífs lífs‘. — Post. 13:48.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila