Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.09 bls. 1
  • Hve fljótt ætti að fara í endurheimsókn?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hve fljótt ætti að fara í endurheimsókn?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Förum aftur til að byggja upp þakklæti
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Endurheimsóknir eru undanfari biblíunámskeiðs
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – leggjum grunn að endurheimsókn
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 11.09 bls. 1

Hve fljótt ætti að fara í endurheimsókn?

1. Hvað þarf til að gera menn að lærisveinum?

1 Til þess að gera menn að lærisveinum þurfum við að heimsækja aftur alla sem sýna áhuga á að læra um Guðsríki. (Matt. 28:19, 20) Það fer eftir stundaskrá okkar og þess áhugasama hvenær best hentar að fara í endurheimsókn. Hvers vegna ættum við að fara fljótt aftur eftir fyrstu heimsóknina?

2, 3. Hvers vegna ættum við að fara í endurheimsókn eins fljótt og mögulegt er?

2 Hvers vegna að fara fljótt í endurheimsókn? Senn verður lokið við að boða „fagnaðarerindið um ríkið“ og endalok þessa heimskerfis nálgast óðum. (Matt. 24:14; 1.Pét. 4:7) Þar sem „hjálpræðisdagur“ stendur áhugasömu fólki enn til boða er áríðandi að sinna hvatningunni „prédika þú orðið“. Það þýðir meðal annars að fara sem fyrst aftur til þeirra og rækta þann áhuga sem er fyrir hendi. — 2. Kor. 6:1, 2; 2. Tím. 4:2.

3 Satan er áfjáður í að taka burt orð Guðs sem við reynum að sá í hjörtu fólks. (Mark. 4:14, 15) Aðrir í fjölskyldunni, vinnufélagar og fleiri gera oft grín að þeim sem hafa sýnt áhuga. Ef við förum fljótt aftur í endurheimsókn getum við haldið áfram fyrri umræðum áður en öðrum tekst að slökkva áhuganeistann.

4. Hvernig getum við lagt grunn að endurheimsókn í fyrstu heimsókninni?

4 Ákveðum tíma: Best er að ákveða næstu heimsókn áður en fyrstu heimsókninni lýkur. Berðu fram spurningu sem þú býðst til að svara næst þegar þú kemur. Nauðsynlegt er að halda nákvæma skrá yfir samskiptin. Hafir þú tíma gætirðu boðist til að koma aftur daginn eftir eða innan skamms. Ef fyrsta heimsóknin á sér stað um helgi og sá áhugasami vinnur á virkum dögum þiggur hann kannski að þú komir aftur um næstu helgi. Ákveðir þú að koma skaltu standa við það. — Matt. 5:37.

5. Hvernig hjálpar það okkur að gera menn að lærisveinum ef við förum fljótt í endurheimsókn?

5 Við höfum gildar ástæður til að heimsækja aftur sem fyrst þá sem sýna áhuga. Við skulum því ákveða tíma og koma fljótt aftur því að „tíminn er orðinn naumur“. (1. Kor. 7:29) Því fyrr sem við heimsækjum aftur þá sem hafa áhuga á fagnaðarerindinu um Guðsríki þeim mun árangursríkara verður að öllum líkindum starf okkar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila