Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.09 bls. 2
  • „Verið brennandi í andanum“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Verið brennandi í andanum“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Við verðum að vera kappsamir boðberar
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Ætlarðu að líkja eftir kostgæfni Jehóva og Jesú í kringum minningarhátíðina?
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Boðaðu fagnaðarerindið af kappi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Ertu „kostgæfinn til góðra verka“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 11.09 bls. 2

„Verið brennandi í andanum“

1. Hvað ætti að vera einkennandi fyrir boðunarstarf okkar?

1 Við viljum ekki staðna í þjónustunni við Jehóva. Öllu heldur erum við hvött til að ‚vera brennandi í andanum og þjóna Drottni‘. (Rómv. 12:11) Samt sem áður getur ýmislegt dregið úr kappsemi okkar í prédikunarstarfinu. Hvernig getum við farið að því að glæða hjá okkur áhugann og eldmóðinn fyrir þjónustunni? — 2. Tím. 1:6, 7.

2. Hvert er sambandið á milli sjálfsnáms í Biblíunni og kappsemi okkar í starfinu?

2 Sjálfsnám í Biblíunni: Góður biblíukennari elskar lögmál Guðs og er djúpt snortinn af sannleikanum í orði hans. (Sálm. 119:97) Þegar við finnum dýrmæt sannindi við sjálfsnám okkar í Biblíunni snertir það hjarta okkar og gerir okkur kappsamari í starfinu. Kærleikur okkar til höfundar þessara sanninda og löngunin til að segja öðrum frá fagnaðarerindinu fær okkur til að vilja lofa Guð og opinbera nafn hans. (Hebr. 13:15) Þegar við segjum öðrum frá fagnaðarerindinu á einlægan hátt sýnum við hversu mikils við metum það sjálf.

3. Hvaða áhrif getur heilagur andi haft á þjónustu okkar?

3 Biðjum um anda Guðs: Við getum ekki náð góðum árangri í starfinu eingöngu í eigin krafti. Heilagur andi Guðs gerir okkur kappsöm þegar hann streymir óhindrað til okkar. (1. Pét. 4:11) Ef við nálægjum okkur Guði, sem er „mikill að mætti“, fáum við hugrekki til þess að vitna djarflega. (Jes. 40:26, 29-31) Þegar Páll postuli varð fyrir mótlæti í þjónustunni fékk hann hjálp frá Guði. (Post. 26:21, 22) Heilagur andi Jehóva er endurnærandi og getur hjálpað okkur að vera brennandi í andanum. Við ættum því að biðja um anda Guðs. — Lúk. 11:9-13.

4. Hvernig getur brennandi áhugi gefið góða raun en hvað ættum við samt að hafa í huga?

4 Brennandi áhugi á að boða fagnaðarerindið um ríkið hefur hvetjandi áhrif á trúsystkini okkar. (2. Kor. 9:2) Og fólk á svæðinu er líklegra til að bregðast vel við boðskap sem er kynntur af eldmóði og sannfæringu. Við ættum samt alltaf að vera nærgætin og mild þrátt fyrir eldmóð okkar. (Tít. 3:2) Undir öllum kringumstæðum ættum við að leitast við að sýna húsráðanda tillitsemi og virða frjálsan vilja hans.

5. Hvaða innblásnu hvatningu ættum við að kappkosta að fylgja?

5 Sem boðberar Guðsríkis skulum við því ávallt vera „brennandi í andanum“. Verum iðin við sjálfsnám okkar í Biblíunni og ræktum innilegt bænasamband við Jehóva. Hann gefur okkur ómældan kraft með heilögum anda sínum. Þannig getum við sinnt starfi okkar af brennandi áhuga með hjálp ‚heilags anda og með fyllstu sannfæringu‘. — 1. Þess. 1:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila