Ertu tilbúinn að lofsyngja Jehóva á samkomum?
1 Til að geta tekið þátt í safnaðarsamkomum þurfum við að undirbúa okkur að syngja Jehóva lof. Lítum á eftirfarandi tillögur.
2 Að skilja textann: Versin, sem er vísað til á undan textanum og eftir, benda á þær biblíulegu hugmyndir sem textinn er byggður á.
3 Æfing: Nota mætti hluta af námskvöldi fjölskyldunnar í hverri viku til að kynna sér nýju söngvana. Gott væri að syngja við píanóundirleik þá söngva sem sungnir verða á samkomum vikunnar. Einnig væri hægt að nýta sér geisladiskinn Sing to Jehovah — Vocal Renditions til að læra suma af nýju söngvunum.
4 Verður þú tilbúinn að nota söngbókina Lofsyngjum Jehóva um leið og hún berst söfnuðinum? Það ætti að takast ef þú gefur þér tíma til að glöggva þig á textunum og æfa þig að syngja lögin.