Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.11 bls. 2
  • Vertu ófeiminn við að boða trúna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vertu ófeiminn við að boða trúna
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Unglingar — notfærið ykkur skólagönguna
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Eru börnin þín undirbúin?
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Ætti ég að hætta í skóla?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Innritun í Guðveldisskólann
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 10.11 bls. 2

Vertu ófeiminn við að boða trúna

1. Hvað krefst hugrekkis og af hverju?

1 Hefurðu einhvern tíma hikað við að tala um trú þína í skólanum vegna þess að þú varst hræddur um að þér yrði strítt? Það krefst auðvitað hugrekkis að boða trúna, sérstaklega ef þú ert feiminn. Hvað getur verið til hjálpar?

2. Hvernig geturðu sýnt góða dómgreind þegar þú boðar trúna í skólanum?

2 Sýndu góða dómgreind: Jafnvel þótt þú hafir einstaklega gott tækifæri til að prédika í skólanum skaltu muna að þú þarft ekki að koma af stað biblíulegum samræðum við alla eins og þú myndir gera í boðunarstarfinu hús úr húsi. Sýndu góða dómgreind þegar þú ákveður hvenær þú bryddar upp á slíkum samræðum. (Préd. 3:1, 7) Skólaverkefni eða ákveðnar umræður í bekknum geta gefið þér ágætis tilefni til að tjá trúna. Skólasystkini gæti einnig spurt þig hvers vegna þú takir ekki þátt í vissum athöfnum. Sumir hafa látið kennarana vita í upphafi skólaárs að þeir séu vottar Jehóva og látið þá hafa rit sem útskýra trúarkenningar okkar. Aðrir hafa látið biblíutengd rit liggja á skólaborðinu sínu og það hefur vakið forvitni skólafélaganna.

3. Hvernig geturðu búið þig undir að boða trúna í skólanum?

3 Vertu undirbúinn: Ef þú ert vel undirbúinn hefurðu meira sjálfstraust. (1. Pét. 3:15) Hugleiddu hvaða spurningar þú gætir fengið og hvernig þú getir svarað þeim. (Orðskv. 15:28) Hafðu Biblíuna tiltæka og nokkur önnur rit, til dæmis Biblíusamræðubæklinginn eða bókina Reasoning From the Scriptures, bækurnar Spurningar unga fólksins og rit sem fjalla um sköpunina. Þannig geturðu gripið til þeirra ef þörf krefur í skólanum. Biddu foreldra þína að æfa með þér á biblíunámskvöldi fjölskyldunnar hvernig þú getir svarað spurningum skólafélaganna.

4. Hvers vegna ættirðu að halda áfram að boða trúna í skólanum?

4 Vertu jákvæður: Gerðu ekki ráð fyrir því fyrir fram að skólafélagarnir geri grín að þér ef þú talar um sannleikann. Sumir gætu jafnvel dáðst að hugrekki þínu og verið reiðubúnir að hlusta. En láttu það ekki draga úr þér kjark þótt engin vilji hlusta. Jehóva verður glaður yfir því að þú hefur að minnsta kosti reynt þitt besta. (Hebr. 13:15, 16) Haltu áfram að biðja um hjálp hans til að boða trúna með,fullri djörfung‘. (Post. 4:29; 2. Tím. 1:7, 8) Hugsaðu þér hversu ánægður þú verður þegar einhver vill hlusta á boðskapinn. Sá hinn sami gæti jafnvel orðið þjónn Jehóva með tímanum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila