Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.12 bls. 1
  • Sýnum aðgát í boðunarstarfinu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýnum aðgát í boðunarstarfinu
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Hvernig geturðu fullnað þjónustu þína?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Náðu árangri í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Fylgjum gullnu reglunni í boðunarstarfinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 5.12 bls. 1

Sýnum aðgát í boðunarstarfinu

1. Hvers vegna er nauðsynlegt að sýna aðgát í starfinu?

1 Þjónar Guðs eru eins og,sauðir meðal úlfa‘ þegar þeir boða fagnaðarerindið „meðal rangsnúinnar og gerspilltrar kynslóðar“. (Matt. 10:16; Fil. 2:15) Ógnvekjandi fréttir af mótmælum, skrílslátum og grimmilegum mannránum eru algengar. Það er til vitnis um að vondir menn eru að „magnast í vonskunni“. (2. Tím. 3:13) Hvaða meginreglur Biblíunnar geta hjálpað okkur að sýna aðgát í boðunarstarfinu? – Matt. 10:16.

2. Við hvaða aðstæður gæti verið skynsamlegt að yfirgefa starfssvæðið og halda áfram annars staðar?

2 Sýndu skynsemi: Orðskviðirnir 22:3 leggja áherslu á viskuna í því að,fela sig‘ fyrir ógæfunni. Vertu athugull. Aðstæður geta breyst óvænt í hverfi sem er að öllu jöfnu öruggt. Kannski tekurðu eftir óvenjumikilli lögregluumferð eða því að fólk er að hópast saman. Kannski varar vinsamlegur húsráðandi þig við hættu. Í stað þess að doka við af forvitni er skynsamlegt að yfirgefa svæðið án tafar og halda áfram annars staðar. – Orðskv. 17:14; Jóh. 8:59; 1. Þess. 4:11.

3. Hvernig á meginreglan í Prédikaranum 4:9 við í boðunarstarfinu?

3 Starfið saman: „Betri eru tveir en einn,“ segir í Prédikaranum 4:9. Þú ert kannski vanur að geta starfað einn án þess að hafa áhyggjur af öryggi þínu. En er það enn þá öruggt? Á sumum svæðum er það í lagi en á öðrum er óráðlegt fyrir systur eða ungt fólk að fara hús úr hús eitt síns liðs, sérstaklega á kvöldin. Reynslan hefur sýnt að athugull starfsfélagi er ómetanlegur. (Préd. 4:10, 12) Hafðu auga með öðrum boðberum í hópnum og gerðu það að vana þínum að láta vita þegar þú yfirgefur svæðið.

4. Hvernig getum við stuðlað að öryggi allra í söfnuðinum?

4 Öldungarnir,vaka yfir sálum okkar‘ og bera ábyrgð á að gefa hagnýt ráð eftir aðstæðum á hverjum stað. (Hebr. 13:17) Við getum verið viss um blessun Jehóva þegar við sýnum hógværð og fylgjum leiðsögn þeirra. (Míka 6:8; 1. Kor. 10:12) Við skulum öll eiga þátt í að gefa góðan vitnisburð á starfssvæðinu, en alltaf gæta fyllsta öryggis.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila